Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Prestssetrið að Útskálum
Sunnudagur 12. nóvember 2006 kl. 20:21

Prestssetrið að Útskálum

Allt frá landnámi hefur verið búseta að Útskálum í Garði.Heimildir eru til um það að kirkja hafi verið þar frá árinu 1200,og það hafi verið meðal betri brauða á landinu. Útskálaprestssetrið er eitt elsta prestssetur landsins.

Margir merkilegir prestar hafa setið á  Útskálum í gegnum tíðina,þar má t.d. nefna þann mikla athafnamann og frumkvöðul séra Sigurð B.Sívertsen sem meðal annars stóð fyrir byggingu fyrsta barnaskólans á Suðurnesjum árið 1872,sem er einn af þremur elstu skólum landsins.

Útskálar voru frá fornu fari eitt mesta höfuðból á Suðurnesjum,í fornum heimildum kemur fram m.a. að níu hjáleigur lágu til Útskála.

Núverandi íbúðarhús var byggt árið 1889 og þótti mjög virðulegt og glæsilegt,enda var um að ræða eitt mesta höfuðból af prestssetrum landsins.

Á síðustu árum og áratugum hefur verið ömurlegt að horfa upp á þetta merkilega höfuðból liggja undir skemmdum.

Nú horfir til betri vegar með uppbyggingu þessa merka höfuðbóls.

Þann 9.júlí 2004 var Menningarsetrið að Útskálum ehf.stofnað með það markmið að endurbyggja húsið og kirkjustaðinn í heild,að stofnun menningasetursins stóðu Útskálasókn,bæjarfélagið Garður og Sparisjóðurinn í keflavík.

Í húsinu verður menningarsetur prestssetra á Íslandi þar sem menningarhlutverki prestssetra verða gerð skil með sýningum gripa,myndefni og texta.þá verður aðstaða fyrir fræðimenn,ráðstefnuhalds ofl.

Þetta verkefni er stórt og metnaðarfullt og kostar mikla peninga,mikil undirbúningsvinna er að baki og framkvæmdir við uppbyggingu hússins er hafinn að fullum krafti. Ég vil sérstaklega þakka öllum þeim sem hafa átt frumkvæði að því að hrinda þessu mikilvæga verkefni í framkvæmd,því að þessi merkilegi staður sem Útskálar hafa verið, hefur því miður ekki verið okkur Garðbúum og öðrum Suðurnesjamönnum til mikils sóma á síðustu árum.

Prestar sem sátu að Útskálum þjónuðu meginhluta Suðurnesja til ársins 1952.

Þann 24.mai 2005 var stofnað Hollvinafélag Menningarseturs að Útskálum,með það að markmiði að styrkja rekstur menningarsetursins með fjárframlagi.Í stjórn Hollvina sitja fimm einstaklingar ásamt tveimur til vara.

Stjórnin er búinn að senda um 1500 bréf til einstaklinga sem á einhvern hátt hafa tengst Útskálum í gegnum tíðina,og þeim boðið að gerast Hollvinur.Því miður hafa viðbrögð ekki verið eftir væntingum en við vonum að fólk taki vel við sér nú þegar uppbygging er komin á fullt skrið.

Til að benda fólki á það hvað margir geta gert mikið með litlum upphæðum t.d.ef að þessir 1500 einstaklingar legðu til 500 kr á mánuðu,gæti sú upphæð sem þannig safnaðist nægt til rekstur setursins á ársgrundvelli.

Garðmenn,Suðurnesjamenn og aðrir sem bera góðann hug til Útskála,tökum nú ærlega höndum samann og styðjum við þetta mikilvæga verkefni og sínum þessu forna höfuðbóli þá virðingu sem það á skilið.

Hollvinir geta skráð sig á vefsíðunni www.utskalar.is eða í síma 4227376,eða á póstfangið: Hollvinir,Sæborgu,250 Garður.


Ásgeir M. Hjálmarsson Garði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024