Powertalk kynning á Duus
Þjálfunarsamtökin Powertalk International á Íslandi verða með kynningu næstkomandi fimmtudagskvöld á Kaffi Duus kl. 20.
Á dagskránni er m.a. erindi Gunnjónu Unu Guðmundsdóttir, félagsfræðings og félaga í samtökunum um kvíðastjórnun.
Powertalk International býður upp á markvissa þjálfun og fræðslu í öflugum tjáskiptum svo sem ræðumennsku, félagsmálum og mannlegum samskiptum, skipulagningu og stjórnun. Unnið er með viðurkennt alþjóðlegt námsefni ásamt sérstöku áfanga- og matskerfi með sjálfsnámi og jafningjafræðslu, segir í fréttatilkynningu. Allir eru velkomnir á fundinn.