Power Pump í Perlunni
Við á Perlunni höfum verið að hanna nýtt og öflugt kerfi fyrir kvennfólk sem vill, getur og þorir að taka á því! Núna er málið að koma sér í gírinn og láta verkin tala. Við byrjuðum fyrir rúmum 2 vikum með þetta námskeið og eru eingöngu konur í því og á öllum aldri.
Námskeiðið er þrisvar sinnum í viku og 60 mínútur í senn en þær verða líka að mæta 2x í viku umfram þessa tíma og þá í tækjasal eða í opna tíma að eigin vali. Þær fá clean eating matar-prógram og skila inn matardagbók og eru mældar vikulega. Ein úr hópnum hefur á tveimur vikum náð af sér 2% af fitu og t.d 7 cm af mitti sem er hreinnt út sagt frábær árangur. Tímarnir eru aldrei eins og þær vita aldrei að hverju þær ganga en það er líka virknin því með öllum þessu nýju æfingum og hreyfingu er líkaminn þokkalega að taka við sér, frábær fitubrennsla og mótun líkamans er ótrúleg. Vegna mikils áhuga höfum við ákveðið að setja inn annað námskeið og verður það 3x í viku kl.18.30.
Frekari uppl. veitir Sigga í síma 899 0455.