Pólskar bækur í bókasafni Grindavíkur
Rauði krossinn á Suðurlandi og Suðurnesjum, hefur keypt nýjar bækur á pólsku. Bækurnar eru ætlaðar fullorðnum og í samstarfi við bókasöfnin á svæðinu, verða bækurnar verða til útláns í eftirfarandi bókasöfnum:
Bókasafni Ölfuss, Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn (í Ráðhúsinu)
Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi, Austurvegi 2 (rétt við hringtorgið)
Héraðsbókasafni Rangæinga, Vallarbraut 16 á Hvolsvelli (við hliðina á Sundlauginni)
Bókasafninu Grindavík, Víkurbraut 62 (við hliðina á Heilsugæslunni)
Ekki þarf að kaupa bókasafnskort til að fá þessar bækur lánaðar á söfnunum
Hafið samband við bókasöfnin og fáið upplýsingar um opnunartíma
Svæðisráð Rauða krossins
Suðurlandi og Suðurnesjum