Pólitískt kjörinn bæjarstjóri !
Mikilvægar kosningar fara fram fyrir okkur íbúa Reykjanesbæjar 25. maí n.k. Þær eru m.a. sérstakar fyrir það að Ellert Eiríksson er að láta af störfum eftir 12 ára farsælt starf sem bæjarstjóri. Ellert hefur verið okkar bæjarstjóraefni í undanförnum kosningum. Nú kynnum við nýtt bæjarstjóraefni, Árna Sigfússon. Árni hefur ásamt fjölskyldu sinni keypt hús í Reykjanesbæ og flutt hingað. Hann skipar fyrsta sæti D-lista sjálfstæðismanna. Við leggjum mikla áherslu á að bæjarstjóraefnið sé jafnframt pólitískur leiðtogi sem taki fulla ábyrgð á þeim loforðum og stefnumiðum sem lögð eru fram fyrir kosningar og þurfi því að standa skil á verkum sínum og sinna manna að fjórum árum liðnum.
Í öllum stærstu sveitarfélögum landsins er nú lögð áhersla á að bæjarstjóraefnin séu pólitískt kjörin. Þetta á við í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Akureyri. Þar líst mönnum ekkert á að til bæjarstjóra sé “ráðinn” maður, sem sé þannig í engu mótandi þeirrar stefnu sem hann á síðan að framfylgja. Slíkur maður gæti hlaupist frá borði, án þess að þurfa að bera ábyrgð á verkum sínum. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa í huga að hjá Reykjanesbæ vinna yfir 600 manns eftir að grunnskólinn kom yfir til sveitarfélaganna. Því þurfa að fara saman stjórnunarþekking og pólitísk reynsla í bæjarstjórastarfinu.
Eins og kunnugt er hefur Árni víðtæka þekkingu á sveitarstjórnarmálum, fyrirtækjarekstri og stjórnun.
Hann stundaði nám í stjórnun og opinberri stjórnsýslu í Bandaríkjunum og lagði þar áherslu á stjórnun sveitarfélaga. Hann hefur gætt þess að viðhalda þessari þekkingu sinni og verið valinn til fjölmargra ábyrgðarmikilla starfa.
Árni sinnti borgarfulltrúastarfi á árunum 1986-1999 og var valinn til að leiða sjálfstæðismenn á einum erfiðustu tímum flokksins í Reykjavík. Í borgarstjórn leiddi hann mikilvæg framfaramál, sem jafnvel andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa hrósað honum fyrir. Þar má nefna upphaf einsetningar grunnskólanna, heilsdagsskóla, tölvuvæðingu skólanna, uppbyggingu í þjónustu við aldraða og sjúkraþjónustu. Einnig var til þess tekið hversu góðum árangri Árni náði við stjórnun hinna ýmsu nefnda og stofnana borgarinnar. Þá hefur Árni aflað sér mikilvægrar reynslu í atvinnumálum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands og síðar sem forstjóri Tæknivals.
Við sjálfstæðismenn stöndum einhuga að baki Árna. Ég vil biðja bæjarbúa að íhuga vel þann kost að tryggja Árna í stöðu bæjarstjóra. Eina örugga leiðin til þess er að merkja x við D. Ég er sannfærður um að þetta mun reynast frábær kostur fyrir okkur, maður með nýja sýn og áherslur, mikla reynslu og þrótt. Menn hafa strax fundið fyrir að Árni kemur eins fram við alla þannig að allir bæjarbúar eru jafnir gagnvart honum. Þar fer maður sem er reiðubúinn að leggja verk sín og okkar sjálfstæðismanna í dóm kjósenda að fjórum árum liðnum.
Þorsteinn Erlingsson,
5. maður á D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
Í öllum stærstu sveitarfélögum landsins er nú lögð áhersla á að bæjarstjóraefnin séu pólitískt kjörin. Þetta á við í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Akureyri. Þar líst mönnum ekkert á að til bæjarstjóra sé “ráðinn” maður, sem sé þannig í engu mótandi þeirrar stefnu sem hann á síðan að framfylgja. Slíkur maður gæti hlaupist frá borði, án þess að þurfa að bera ábyrgð á verkum sínum. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa í huga að hjá Reykjanesbæ vinna yfir 600 manns eftir að grunnskólinn kom yfir til sveitarfélaganna. Því þurfa að fara saman stjórnunarþekking og pólitísk reynsla í bæjarstjórastarfinu.
Eins og kunnugt er hefur Árni víðtæka þekkingu á sveitarstjórnarmálum, fyrirtækjarekstri og stjórnun.
Hann stundaði nám í stjórnun og opinberri stjórnsýslu í Bandaríkjunum og lagði þar áherslu á stjórnun sveitarfélaga. Hann hefur gætt þess að viðhalda þessari þekkingu sinni og verið valinn til fjölmargra ábyrgðarmikilla starfa.
Árni sinnti borgarfulltrúastarfi á árunum 1986-1999 og var valinn til að leiða sjálfstæðismenn á einum erfiðustu tímum flokksins í Reykjavík. Í borgarstjórn leiddi hann mikilvæg framfaramál, sem jafnvel andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa hrósað honum fyrir. Þar má nefna upphaf einsetningar grunnskólanna, heilsdagsskóla, tölvuvæðingu skólanna, uppbyggingu í þjónustu við aldraða og sjúkraþjónustu. Einnig var til þess tekið hversu góðum árangri Árni náði við stjórnun hinna ýmsu nefnda og stofnana borgarinnar. Þá hefur Árni aflað sér mikilvægrar reynslu í atvinnumálum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands og síðar sem forstjóri Tæknivals.
Við sjálfstæðismenn stöndum einhuga að baki Árna. Ég vil biðja bæjarbúa að íhuga vel þann kost að tryggja Árna í stöðu bæjarstjóra. Eina örugga leiðin til þess er að merkja x við D. Ég er sannfærður um að þetta mun reynast frábær kostur fyrir okkur, maður með nýja sýn og áherslur, mikla reynslu og þrótt. Menn hafa strax fundið fyrir að Árni kemur eins fram við alla þannig að allir bæjarbúar eru jafnir gagnvart honum. Þar fer maður sem er reiðubúinn að leggja verk sín og okkar sjálfstæðismanna í dóm kjósenda að fjórum árum liðnum.
Þorsteinn Erlingsson,
5. maður á D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ