PBS kynning - Stuðningur við jákvæða hegðun
Kynningarfundur fyrir foreldra og aðra áhugasama á agakerfinu Stuðningur við jákvæða hegðun PBS verður í Akademíunni þriðjudaginn 14. september kl. 17:30.
Nú þegar hefur þetta agakerfi verið innleitt í þrjá grunnskóla í Reykjanesbæ: Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla og eru foreldrar nemenda í þeim skólum sérstaklega hvattir til að koma.
Margrét Birna, sálfræðingur í Þjónustumiðstöð Breiðholts kynnir.