Pakkatré Fjölskylduhjálpar í Nettó
Kæru Suðurnesjabúar.
Ég vil minna á jólatréðið í Nettó. Þar sem safnað er saman jólapökkum fyrir þau börn og fullorðna, sem minna mega sín. Tökum höndum saman og hjálpast að gleðja þau, svo þau geti líka átt gleðileg jól.
Hátíðarkveðjur til allra þeirra sem hafa stutt okkur í gegnum árin.
Anna Valdís Jónsdóttir
verkefnastjóri starfsins á Suðurnesjum og stjórnarkona.