Paddy's áfram opinn - einungis viðskipti með fasteign
Vegna fréttar í Víkurfréttum 17. janúar sl. af kaupum Reykjanesbæjar á Hafnargötu 38 vil ég koma því á framfæri að Paddy's er EKKI að fara að loka.
Eftir að frétt þessi birtist hefur mikið borið á þeim leiða misskilningi að Reykjanesbær hafi keypt Paddy's en það rétta er að eingöngu var um að ræða viðskipti með fasteignina Hafnargötu 38 en ekki reksturinn sem í húsinu er. Jafnframt var það tryggt að Paddy's verði áfram að Hafnargötu 38 allmörg ár enn. Vona ég að þessar upplýsingar rói taugar minna fjölmörgu fastagesta sem og annarra sem láta sér annt um framtíð Paddy's.
Ég vil líka nota tækifærið og minna á að enska boltanum er hvergi gerð betri skil en á Paddy's en við sýnum allt að 3 leiki í einu á stórum skjám. Einnig vil ég hvetja þá sem ekki eru búnir að prófa okkar geysivinsæla Pub-Quiz að mæta núna á fimmtudaginn en það er ótrúlega skemmtileg spurningakeppni sem hentar öllum og er haldin annan hvern fimmtudag kl. 22:00-24:00. Svo að sjálfsögðu er lifandi tónlist allar helgar og einnig er fullt af tónleikum framundan. Þannig að það sjá það allir að fréttir að andláti Paddy's eru alls ekki tímabærar.
Með vinsemd og þakklæti
Jói á Paddy's