Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Óviðunandi þjónusta - tilbúið heilbrigðisvandamál!
Mánudagur 21. júní 2004 kl. 20:48

Óviðunandi þjónusta - tilbúið heilbrigðisvandamál!

Eitt af þýðingarmestu heilbrigðismálum hvers sveitarfélags er regluleg sorphirða.  Fyrir skömmu varð sú breyting á að sorp er hirt þrisvar í mánuði í stað þess að vera hirt vikulega. Viðunandi sorphirða var með einu pennastriki gerð óviðunandi. Með þessari breytingu hefur verið skapað heilbrigðisvandamál þar sem rotnunarfýla frá yfirfullum tunnum laðar að flugur, mýs og rottur. Ég fer hér með fram á að þessi  ótrúlega afturför verðu stöðvuð og að embættismenn sveitarfélagsins sjái sóma sinn í því að koma sorphirðu í Reykjanesbæ aftur í viðunandi horf því þessi tilraun til sparnaðar  hefur greinilega mistekist.
Leó M. Jónsson
Nesvegi 13. Höfnum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024