Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ósýnilegt en mikilvægt
Sunnudagur 9. maí 2021 kl. 07:27

Ósýnilegt en mikilvægt

Mikilvægi hafnarframkvæmda eru ekki öllum jafn ljós. Hafnir eru einna áhrifamestu innviðir hvers lands. Hafnir eru ekki bara undirstöður byggðar í landinu heldur einn mesti áhrifavaldur hvar byggð er staðsett.

Það hefur því verið eitt af mikilvægum verkefnum mínum sem alþingismanns og mikils áhugamanns um samgöngur að berjast fyrir auknum fjármunum til hafnarframkvæmda, viðhalds og ekki síst dýpkunar hafna. Flestar hafnir þarf að dýpka reglulega til þess eins að viðhalda dýptinni. Þá hefur þróun skipaflotans, hvort sem það séu fiskiskip, flutningaskip eða skemmtiferðaskip, verið sú að skip eru að stækka og verða djúpristari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Til að halda lífæðum byggðanna opnum þarf því að hlúa að höfnunum. Ef fiskiskipin, sérstaklega uppsjávarskipin, komast ekki í höfn eru forsendur landsvinnslu við þá höfn brostnar, flutningaskipin komast ekki inn fara vörurnar um aðrar hafnir sem eru lengra frá og farþegarnir koma ekki í land strandi skipið í innsiglingunni.

Það sagði mér góður maður að þetta væru ekki alltaf vinsælar framkvæmdir enda væru þar allar undir sjávarmáli og því sæju þær enginn. Því er mikilvægt að við stjórnmálamennirnir skiljum nauðsyn innviða og hvað byggðirnar og atvinnulífið þarfnast til að þrífast. Við verðum að þora að berjast fyrir slíkum málum þó ósýnileg séu.

Vilhjálmur Árnason,
varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 1. sæti.