Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ósabotnar: Paradís, friðland, söguslóðir - byggingar bannaðar!
Föstudagur 17. febrúar 2012 kl. 10:06

Ósabotnar: Paradís, friðland, söguslóðir - byggingar bannaðar!

Það er ekki á hverjum degi sem að mér verður bumbult yfir fréttunum en í fyrrakvöld leið mér illa eftir eina frétt. Hún var um stórhuga áform um að byggja upp Glæsiheimili á leynistað á Suðurnesjum. Ég leyfi mér að MÓTMÆLA slíkum áformum með eftirfarandi staðreyndum og mun hvetja til enn frekari umræðu um þessi mál opinberlega ef þessu verður ekki hætt hið snarasta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

1. Þetta er friðland og eitt af merkilegustu fuglaverndunarsvæðum landssins.

2. Þetta eru söguslóðir forfeðra okkar og okkur ber siðferðileg skylda að varðveita hana.

3. Þetta svæði var í einkaeign áður en að það var tekið eignarnámi fyrir Varnarliðið og það ætti að skila landeigendum því aftur núna hreinu og eins umhverfisvænu og það var fyrir eignarnámið forðum.

4. Þetta svæði hefur lokssins opnast fyrir almenning til að njóta og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur lagt metnað sinn í það að láta þrífa upp allskyns mengunar rusl og drasl á ákveðnu svæði þarna sem er gott mál.

5. Gamlir urðunarhaugar þarna frá Varnarliðinu hafa verið yfirborðhreinsaðir og mold sett yfir og sáning vonandi einnig.

6. Asbest var og er urðað þarna og þar hefur verið sett moldaryfirborð á og reiturinn sérmerktur í aðalskipulagi.

7. Stórar úthafsöldur hafa borist hundruði metra þarna á land og skilið eftir sig stærðarinnar rekaviðsdrumba langt uppá landi. Þar með færi allar þessar byggingar á kaf og óumflýjanlegt manntjón yrði þá.

8. Hækkandi sjávarstaða á Íslandi og þar með svæðissins er staðreynd og ágangur sjávar á svæðinu verður verri og verri með hverju árinu.

9. Þetta svæði hefur verið hreinsað af velunnurum Bláa herssins í mörg ár (strandlengjan frá Höfnum að Þórshöfn) alls 5 kílómetra leið nokkrum sinnum til þess eins að Friðlandið fái sín notið óspillt og hreint. Ég krefst þess að svo fái að vera áfram.

10. ÞETTA ER FRIÐLAND - ÞETTA ER PARADÍS - ÞETTA ERU SÖGUSLÓÐIR - ÞETTA ER NÁTTÚRUPERLA SEM ÆTTI AÐ FRIÐLÝSA TIL EILÍFÐAR. ÞARNA EIGA BYGGINGAR AÐ VERA BANNAÐAR MEÐ ÖLLU.


Virðingarfyllst
Tómas J. Knútsson
Formaður Bláa herssins.