Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 27. október 2003 kl. 09:14

Öryggisnet í bæjarfélaginu gegn vímuefnum

Undirbúningsnefnd ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna í Reykjanesbæ sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna forvarnarfundar sem nefndin stóð fyrir í Reykjanesbæ:
Þann 16. október sl. fór fram forvarnarfundur í Reykjanesbæ.  Hann var þverpólitískt samstarfsverkefni ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna í Reykjanesbæ. Kynnt voru drög að nýrri forvarnarstefnu Reykjanesbæjar sem innan tíðar verður send til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Að drögunum standa 16 aðilar í Reykjanesbæ, sem með einum eða öðrum hætti koma að forvarnarmálum barna og unglinga. Fundargestir fengu innsýn í baráttuna gegn innflutningi fíkniefna og einnig upplýsingar um þær tækninýjungar sem eru í boði til að leita uppi ólögleg efni.
Ungliðahreyfingarnar töldu það brýnt að vekja athygli á forvarnarmálum og hvetur til samstöðu í Reykjanesbæ. Fundurinn var gott innlegg í forvarnar-umræðurnar og að ungliðahreyfingarnar gátu starfað í sátt og samlyndi að þessum fundi, er góð vísbending um að allt sem þarf er viljinn og á skömmum tíma væri hægt að mynda öryggisnet í bæjarfélaginu, gegn vímuefnum.


Ungliðahreyfingar
Sjálfstæðisflokks
Framsóknarflokks
Samfylkingarinnar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024