Öryggið hluti af upplifun ferðamanna
– Grein frá Birgittu Jónsdóttur Klasen
Íslendingar eiga því láni að fagna að búa við frið enda þarf Ísland hvorki her né hermenn. Það er ekki síst þess vegna sem erlendir ferðamenn streyma til Íslands og sækja Íslendinga heim sem friðelskandi þjóð.
Ljóst er að ferðamannastraumur fer vaxandi ár frá ári. Því er brýnt að búa helstu náttúruperlur undir aukin ágang ferðamanna með tilheyrandi merkingum svo þeir fari sér ekki að voða á ferð sinni um landið. Enn er mikið verk óunnið hvað varðar öryggi og merkingar á ferðamannastöðum, þar sem t.d. fólk er að stunda sjóböð eða þar sem jarðsprungur og aðrar hættur kunna að leynast.
Öryggið er og verður alltaf hluti af upplifun ferðamanna af landi og þjóð og þá upplifun taka ferðamennirnir með sér heim og segja löndum sínum frá.
Birgitta Jónsdóttir Klasen stefnir í 7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ 1. mars nk.