Öryggi ferðalanga um páskana
Nú um páskana leggja margir landsmenn land undir fót. Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg vekja athygli á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í ferð um landið, sama hvort er á láglendi eða hálendi, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys.
Ef ferðast er um láglendið:
Fylgist með veðurspá
Farið yfir hjólbarðana og hreinsið tjöru af þeim Stillið aksturshraðann miðað við aðstæður en þó aldrei umfram hámarkshraða Munið að akstur og áfengi fer ekki saman Hafið beltin spennt og tryggið öryggi barnanna
Ef ferðast er um hálendið:
Fylgist með veðurspá
Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um Hafið í huga að víða er mikið er af krapa þessa dagana og margir hafa lent í vandræðum vegna hans.
Hafið með góðan hlífðarfatnað
Takið með sjúkragögn og neyðarfæði
Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað Ferðist ekki einbíla Takið með nauðsynleg verkfæri og varahluti fyrir farartækið og festið allan farangur Munið að akstur og áfengi fer ekki saman Ef ferðast er í bíl spennið beltin og tryggið öryggi barnanna og notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur
Ef ferðast er um láglendið:
Fylgist með veðurspá
Farið yfir hjólbarðana og hreinsið tjöru af þeim Stillið aksturshraðann miðað við aðstæður en þó aldrei umfram hámarkshraða Munið að akstur og áfengi fer ekki saman Hafið beltin spennt og tryggið öryggi barnanna
Ef ferðast er um hálendið:
Fylgist með veðurspá
Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um Hafið í huga að víða er mikið er af krapa þessa dagana og margir hafa lent í vandræðum vegna hans.
Hafið með góðan hlífðarfatnað
Takið með sjúkragögn og neyðarfæði
Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað Ferðist ekki einbíla Takið með nauðsynleg verkfæri og varahluti fyrir farartækið og festið allan farangur Munið að akstur og áfengi fer ekki saman Ef ferðast er í bíl spennið beltin og tryggið öryggi barnanna og notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur