Öryggi en ekki óvissa um framtíð Ratsjárstofnunar á Keflavíkurflugvelli
Ályktun stjórnar Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ:
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ skorar á stjórnvöld að eyða óvissu um framtíð Ratsjárstofnunar á Keflavíkurflugvelli. Í kjölfar niðurstöðu samningaviðræðnanna við Bandaríkin, sem forsætisráðuneytið leiddi, var ein niðurstaðan sú að íslenska ríkið tæki yfir umsjón og ábyrgð á rekstri Ratsjárstofnunar og samhæfði við verkefni sem tengjast vörnum landsins og NATO. Á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vinna allt að 50 starfsmenn og fjöldi verktaka. Um er að ræða sérhæfð störf sem eru annars ekki í boði á svæðinu. Hjá Ratsjárstofnun vinna margir starfsmenn með jafnvel 15-20 ára reynslu. Öll óvissa um framtíð stofnunarinnar og vangaveltur um mögulega flutninga eða niðurlagningu hafa valdið miklu óvissuástandi sem hefur haft víðtæk áhrif á starfsemi hennar. Margir starfsmenn hafa óttast um sinn hag og sumir hverjir séð þann kost vænstan að leita annað um vinnu.
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ telur öll rök hníga að áframhaldandi starfsemi stofnunarinnar og staðsetningu á Vallarheiði. Ljóst má vera að umsýsla allra NATO mannvirkja þarf að fara fram á gamla varnarsvæðinu. Þar er móttaka allra flugvéla er tengjast vörnum landsins. Þar fara heræfingar fram og þar eru sérhæfð mannvirki í eigu NATO sem ber að nýta. Stjórn fulltrúaráðsins telur skynsamlegt að koma stofnunum sem vinna að vörnum landsins í eina rekstrarhæfa einingu á Vallarheiði. Út frá hagkvæmnissjónarmiðum ætti að vera skynsamlegra að flytja stofnanir sem tengjast vörnum landsins til Keflavíkurflugvallar fremur en frá honum. Í því sambandi má nefna starfsemi Landhelgisgæslunnar.
Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ skorar á stjórnvöld að eyða óvissu um framtíð Ratsjárstofnunar á Keflavíkurflugvelli. Í kjölfar niðurstöðu samningaviðræðnanna við Bandaríkin, sem forsætisráðuneytið leiddi, var ein niðurstaðan sú að íslenska ríkið tæki yfir umsjón og ábyrgð á rekstri Ratsjárstofnunar og samhæfði við verkefni sem tengjast vörnum landsins og NATO. Á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vinna allt að 50 starfsmenn og fjöldi verktaka. Um er að ræða sérhæfð störf sem eru annars ekki í boði á svæðinu. Hjá Ratsjárstofnun vinna margir starfsmenn með jafnvel 15-20 ára reynslu. Öll óvissa um framtíð stofnunarinnar og vangaveltur um mögulega flutninga eða niðurlagningu hafa valdið miklu óvissuástandi sem hefur haft víðtæk áhrif á starfsemi hennar. Margir starfsmenn hafa óttast um sinn hag og sumir hverjir séð þann kost vænstan að leita annað um vinnu.
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ telur öll rök hníga að áframhaldandi starfsemi stofnunarinnar og staðsetningu á Vallarheiði. Ljóst má vera að umsýsla allra NATO mannvirkja þarf að fara fram á gamla varnarsvæðinu. Þar er móttaka allra flugvéla er tengjast vörnum landsins. Þar fara heræfingar fram og þar eru sérhæfð mannvirki í eigu NATO sem ber að nýta. Stjórn fulltrúaráðsins telur skynsamlegt að koma stofnunum sem vinna að vörnum landsins í eina rekstrarhæfa einingu á Vallarheiði. Út frá hagkvæmnissjónarmiðum ætti að vera skynsamlegra að flytja stofnanir sem tengjast vörnum landsins til Keflavíkurflugvallar fremur en frá honum. Í því sambandi má nefna starfsemi Landhelgisgæslunnar.
Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ