Öryggi barna og ungmenna á Ljósanótt
Fjölskyldu- og félagsþjónustan, Lögreglan í Keflavík og Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ hafa tekið höndum saman eins og síðustu ár og verða með vakt föstudags- og laugardagskvöld á Ljósanótt. Starfsfólk verður á vakt frá kl. 20:00 og fram eftir nóttu svo lengi sem þörf krefur.
Öryggismiðstöð verður að Hafnargötu 8 og þar verður athvarf, vettvangsstjórabíll, sjúkrabíll og sjúkratjald.
Upplýsingamiðstöð og miðstöð fyrir týnd börn verður að Hafnargötu 15 e.h. s. 421-1613.
Þess er vænst að foreldrar sjái til þess að börn og unglingar undir lögaldri séu ekki eftirlitslaus eftir að flugeldasýningu lýkur. Vakin er sérstök athygli á því að á Ljósanótt gilda sömu reglur um útivistartíma barna og unglinga og aðra daga ársins. Unglingar undir áhrifum áfengis eða vímuefna verða fluttir í öryggismiðstöð að Hafnargötu 8 þar sem þeir munu dvelja þar til þeir verða sóttir af foreldrum. Einnig verða börn og ungmenni sem brjóta útivistarreglur flutt í öryggismiðstöð.
Ljósanótt er fjölskylduhátið og eru foreldrar hér með hvattir til að njóta hennar á ábyrgan hátt með börnum sínum.
Rannveig Einarsdóttir
yfirfélagsráðgjafi
Öryggismiðstöð verður að Hafnargötu 8 og þar verður athvarf, vettvangsstjórabíll, sjúkrabíll og sjúkratjald.
Upplýsingamiðstöð og miðstöð fyrir týnd börn verður að Hafnargötu 15 e.h. s. 421-1613.
Þess er vænst að foreldrar sjái til þess að börn og unglingar undir lögaldri séu ekki eftirlitslaus eftir að flugeldasýningu lýkur. Vakin er sérstök athygli á því að á Ljósanótt gilda sömu reglur um útivistartíma barna og unglinga og aðra daga ársins. Unglingar undir áhrifum áfengis eða vímuefna verða fluttir í öryggismiðstöð að Hafnargötu 8 þar sem þeir munu dvelja þar til þeir verða sóttir af foreldrum. Einnig verða börn og ungmenni sem brjóta útivistarreglur flutt í öryggismiðstöð.
Ljósanótt er fjölskylduhátið og eru foreldrar hér með hvattir til að njóta hennar á ábyrgan hátt með börnum sínum.
Rannveig Einarsdóttir
yfirfélagsráðgjafi