Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Öryggi, stöðugleiki og störf
Fimmtudagur 11. apríl 2013 kl. 12:49

Öryggi, stöðugleiki og störf

Ég trúi því að framtíð Íslands sé björt. Við eigum miklar auðlindir sem okkur ber að nýta skynsamlega með það að markmiði að auka lífskjör allra landsmanna. Öflugt atvinnulíf, aukin fjárfesting og hagvöxtur er grundvöllur þess að efnahagur landsins nái sér á strik og stöðugleiki náist að nýju.

Sjálfstæðismenn ætla að ryðja brautina fyrir nýja atvinnuuppbyggingu, skynsamlega nýtingu orkuauðlindanna og koma því til leiðar að fjárfesting aukist. Með því að koma stefnu Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd munum við ná tökum á rekstri ríkissjóðs, stoppa hallarekstur og greiða niður skuldir í stað þess að veðsetja framtíðina.

Mesta kjarabót heimilanna til lengri tíma litið er að störfum fjölgi og kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist. Án þeirrar kjarabótar verða þær aðgerðir sem stjórnmálaflokkarnir keppast nú við að kynna kjósendum til að létta undir með heimilunum áhrifalitlar til lengri tíma litið.

Nú sem aldrei fyrr reynir á samstöðu okkar sem trúum á þá hugmyndafræði að okkar samfélagi sé best borgið þegar einstaklingnum er gert kleift að uppskera í samræmi við eigið framtak. Ég trúi því að farsæld þjóðarinnar sé best tryggð ef byggt er á grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Stöndum saman og setjum x við D í kosningunum 27. apríl n.k.

Unnur Brá Konráðsdóttir
Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024