Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Örugglega ódýrt
Mánudagur 2. október 2006 kl. 10:15

Örugglega ódýrt

Þingmenn Samfylkingar í Suðurkjördæmi voru í ferðinni á Suðurnesjum nú fyrir helgi að kynna tillögur flokksins að lægra matvöruverði. Tillögurnar hafa fengið misjafnar undirtektir, allt ef því hvaða hagsmunahópar eiga hlut að máli. Slíkar tillögur fá hljómgrunn hjá neytendum sem hafa þurft að taka á sig snarhækkandi matvöruverð á undanförnum mánuðum.
Hjá bænadastéttinni hafa þær hins vegar fallið í afar grýttan jarðveg.
Samfylkingin segist vinna að þessum tillögum í samvinnu og sátt við bændur.

Myndin er tekin fyrir utan Kaskó á föstudaginn þar sem þingmennirnir spjölluðu við vegfarendur og dreifðu kynningarbæklingi flokksins um lægra matvöruverð. Því má kannski segja að slagorðið á skiltinu efst á myndinni hafi átt vel við.

VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024