Örnámskeið fyrir skólaforeldra
Foreldradagur FFGÍR haldinn á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja laugardaginn 16.febrúar kl.11:00 til 13:00. Á foreldradeginum verða þrjú örnámskeið sem fjalla um:
„Útinám og uppbygging útinámsvæða sem samstarfsvettvangur skóla og foreldrasamfélags.“
– Guðmundur Hrafn Argrímsson, landslagsarkitekt.
„Jákvæð og örugg netnotkun, ráð fyrir foreldra“ – Hafþór Barði Birgisson, tómstundafulltrúi.
„Rafbækur og aðgengi nemenda að þeim“ – Ingigerður Sæmundsdóttir, verkefnastjóri FFGÍR, kennari og áhugamaður um notkun rafbóka í skólastarfi.
Dagskrá:
Setning kl.11:00.
11:05 til 11:35. Guðmundur Hrafn Arngrímsson Fyrirspurnir og umræður í 10 mín.
Erindi Guðmundar fjallar um: „Útinám og uppbygging útinámsvæða sem samstarfsvettvangur skóla og foreldrasamfélags.“ Guðmundur fjallar um hvernig grunnskólinn/leikskólinn skilgreinir það samfélag sem við tilheyrum, og hvernig við getum komið upp uppbyggilegu og árangursríku samstarfi foreldra og skólans, þar sem grunnskólinn/leikskólinn er snúningsásinn. Hvernig við mótum umhverfi um fjölbreytt verkefni fyrir foreldra og drögum fleiri að foreldrastarfi í gegnum áþreifanleg verkefni.
11:45 til 12:10. Hafþór Barði Birgisson. Fyrirspurnir og umræður 10 mín.
Hafþór fjallar um jákvæða og örugga netnotkun. Hvað tölvuleikir geta verið slæmir fyrir börn. Tölvufíkn, snjallsímar og Facebook ásamt því að umferðarreglur netsins verða skoðaðar. Hvaða ráð eru í boði fyrir foreldra og hvernig er best að standa að þeim.
12:20 til 12:40. Ingigerður Sæmundsdóttir. Fyrirspurnir og umræður 10 mín.
Ingigerður fjallar um rafbækur og veltir fyrir sér hvort ávinningur sé fyrir nemendur og skólasamfélagið að hafa aðgengi að rafbókum. Ingigerður kynnir tvo forrit sem hentugt er að nota við skipulag rafbóka og sýnir nokkrar ókeypis rafbækur sem allir hafa aðgengi að.
Kaffi, súpa, brauð fyrir alla.
Hugmyndabanki FFGÍR verður opin!
Hvaða hugmyndir vakna eftir þessi þrjú örnámskeið?
Allir velkomnir!