Orðsending til karla á Suðurnesjum!
Hafin er vísindarannsókn á andlegri líðan karla á Suðurnesjum, sérlega með tilliti til þunglyndis (sjá frétt í Vf, 9/4 sl). Um helmingur karla á Suðurnesjum (tilviljunarkennt úrtak) munu á næstu mánuðum fá send boðsbréf um að taka þátt í þessarri rannsókn. Þunglyndissjúkdómur meðal karla er talinn algengur, en mjög oft leita karlar ekki læknis og fá þá ekki þá meðhöndlun í formi samtalsmeðferðar eða lyfja sem hjálpar þeim. Þunglyndi er oft langvarandi ef ekkert er að gert og getur haft veruleg áhrif á líkamlega, andlega og félagslega líðan einstaklings. Vegna þessa hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ráðlagt að vinna að bættri greiningu þunglyndis og m.a. mælt með rannsóknum af þessu tagi.
Við viljum með þessarri rannsókn reyna að skilja betur útbreiðslu þunglyndis meðal íslenskra karla og hvernig bæta megi greiningu og meðferð þess. Það gerum við best í samvinnu við ykkur og vonum því að allir sem fá bréf taki þátt, óháð því hvort þið hafið nokkur einkenni þunglyndis eða ekki. Niðurstöður svona rannsóknar eru þeim mun áreiðanlegri þeim mun fleiri sem taka þátt í henni. Stefnum á hámarksþátttöku!
Með sumarkveðju-
Kristín V Jónsdóttir, starfsmaður rannsóknar
(upplýsingar í síma 866 4511 milli 16-18 daglega)
Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur
María Ólafsdóttir, læknir
Ólafur Þór Ævarsson, læknir
Sigurður Páll Pálsson, læknir
Við viljum með þessarri rannsókn reyna að skilja betur útbreiðslu þunglyndis meðal íslenskra karla og hvernig bæta megi greiningu og meðferð þess. Það gerum við best í samvinnu við ykkur og vonum því að allir sem fá bréf taki þátt, óháð því hvort þið hafið nokkur einkenni þunglyndis eða ekki. Niðurstöður svona rannsóknar eru þeim mun áreiðanlegri þeim mun fleiri sem taka þátt í henni. Stefnum á hámarksþátttöku!
Með sumarkveðju-
Kristín V Jónsdóttir, starfsmaður rannsóknar
(upplýsingar í síma 866 4511 milli 16-18 daglega)
Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur
María Ólafsdóttir, læknir
Ólafur Þór Ævarsson, læknir
Sigurður Páll Pálsson, læknir