Orðsending til foreldra
Föstudaginn 28. apríl s.l. opnaði Svartholið.
Svartholið er hjólabretta- og línuskautaaðstaða staðsett í 88 Húsinu.
Foreldrar eru hvattir til að minna börnin sín á mikilvægi þess að nota alltaf viðeigandi öryggisbúnað við hjólabretta og línuskautaiðkun.
Við viljum einnig minna foreldra á lög um útivist barna og ungmenna en þar segir í 92. gr. laga um útivistartíma barna : „Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 – 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 24.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu."
Vakin er athygli á að réttur foreldra er til að hafa skemmri útivistartíma en lög kveða á um er sjálfsagður.
Örfáir foreldrar í Reykjanesbæ hafa leyft unglingum að halda ,,heimapartý”.
Við viljum hvetja foreldra til að kynna sér aðstæður, hafa samband og leyfa ekki partý nema undir eftirliti foreldra.
Gleðilegt sumar
Kær kveðja Samtakahópurinn
Kv, HB
Hafþór Barði Birgisson, forstöðumaður 88 HÚSSINS og Fjörheima.
Svartholið er hjólabretta- og línuskautaaðstaða staðsett í 88 Húsinu.
Foreldrar eru hvattir til að minna börnin sín á mikilvægi þess að nota alltaf viðeigandi öryggisbúnað við hjólabretta og línuskautaiðkun.
Við viljum einnig minna foreldra á lög um útivist barna og ungmenna en þar segir í 92. gr. laga um útivistartíma barna : „Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 – 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 24.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu."
Vakin er athygli á að réttur foreldra er til að hafa skemmri útivistartíma en lög kveða á um er sjálfsagður.
Örfáir foreldrar í Reykjanesbæ hafa leyft unglingum að halda ,,heimapartý”.
Við viljum hvetja foreldra til að kynna sér aðstæður, hafa samband og leyfa ekki partý nema undir eftirliti foreldra.
Gleðilegt sumar
Kær kveðja Samtakahópurinn
Kv, HB
Hafþór Barði Birgisson, forstöðumaður 88 HÚSSINS og Fjörheima.