Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Opnir fundir þingmanna Samfylkingarinnar í Garði kvöld og Reykjanesbæ á laugardaginn
Fimmtudagur 19. maí 2011 kl. 11:13

Opnir fundir þingmanna Samfylkingarinnar í Garði kvöld og Reykjanesbæ á laugardaginn

Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Björgvin G. Sigurðsson, Oddný G. Harðardóttir og Róbert Marshalli, hafa undanfarnar vikur verið á fundaferð um kjördæmið þar sem þau hlusta á viðhorf íbúa og kynna framtíðarsýn jafnaðarmanna á sóknarfærin.

Sjávarútvegsmál, atvinnusköpun, auðlindanýting, samningsmarkmiðin við ESB og hvernig útrýma eigi fátækragildrum og efla menntun hafa m.a. verið til umræðu á fundunum sem hafa verið fjölsóttir og líflegir eins og fregnir herma af fundi þeirra í gær í Vestmannaeyjum þar sem sjávarútvegsmál voru efst á baugi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þingmennirnir slá botninn í fundaferðina með tveimur fundum á Suðurnesjum á næstu dögum. Í kvöld, fimmtudag, funda þau í Samkomuhúsinu í Garði og hefst fundurinn kl. 20.00 og á laugardaginn koma þau í laugardagskaffi kl. 10.30 í sal Sálarrannsóknarfélagsins að Víkurbraut 13 Reykjanesbæ. Suðurnesjamenn eru hvattir til þess að mæta, allir velkomnir.