Opinn samræðufundur í Vogum fimmtudagskvöld
Vinstri Græn á Suðurnesjum boða til opins fundar í Lionsheimilinu í Vogum fimmtud. 12. nóv. kl. 20. Þar gefst fólki kostur á að velta fyrir sér spurningum eins og þessum:
Hvað er okkur efst í huga?
Hvert viljum við stefna í bæjarmálum og málefnum Suðurensja?
Hvernig atvinnuuppbyggingu teljum við heppilega og mögulega?
Hvað viljum við sjá gerast í sveitarstjórnarkosningunum í vor?
Hvað er mikilvægast núna? Hvað getum við gert?
Það eru allir velkomnir, en sérstakir gestir fundarins verða: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði; Garðar Páll Vignisson og Björn Haraldsson, bæjarfulltrúar VG í Grindavík; Agnar Sigurbjörnsson formaður VG á Suðurnesjum og Atli Gíslason alþingismaður.
Gaman væri að sjá marga og fá margar góðar hugmyndir.
Þorvaldur Örn.