Opinn fundur um lýðræði
Næstkomandi miðvikudagskvöld, þann 9. maí, munu samtökin Sól á Suðurnesjum standa fyrir opnum fundi um lýðræði í safnaðarheimilinu Sæborgu í Garði, kl. 20.
Framsögumenn verða Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur og lektor við KHÍ og Guðmundur Rúnar Árnason, stjórnmálafræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ólafur Páll mun ræða um lýðræði og rökræðu og Guðmundur Rúnar mun fræða okkur um íbúalýðræði og stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þeim efnum.
Að erindunum loknum verður svo efnt til pallborðsumræðna sem fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna hefur verið boðið að taka þátt í.
Markmiðið er að fundurinn verði umfram allt fróðlegur og góður umræðufundur.
Við hvetjum alla Suðurnesjabúa og aðra sem vilja taka þátt í opnum umræðum um lýðræðismál til að mæta.
Sumarkveðja,
Sól á Suðurnesjum
Framsögumenn verða Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur og lektor við KHÍ og Guðmundur Rúnar Árnason, stjórnmálafræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ólafur Páll mun ræða um lýðræði og rökræðu og Guðmundur Rúnar mun fræða okkur um íbúalýðræði og stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þeim efnum.
Að erindunum loknum verður svo efnt til pallborðsumræðna sem fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna hefur verið boðið að taka þátt í.
Markmiðið er að fundurinn verði umfram allt fróðlegur og góður umræðufundur.
Við hvetjum alla Suðurnesjabúa og aðra sem vilja taka þátt í opnum umræðum um lýðræðismál til að mæta.
Sumarkveðja,
Sól á Suðurnesjum