Opinn fundur með Atla Gíslasyni
Opinn fundur verður haldinn á Flughóteli í kvöld kl. 20. Atli Gíslason, þingmaður, Bergur Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar og fjórði maður á lista VG í Suðurkjördæmi og Jórunn Einarsdóttir, kennari sem skipar þriðja sæti sama lista halda stutta tölu og taka svo við spurningum úr sal. Efni fundarins verður málefni Suðurnesja. Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir. Boðið verður uppá kaffi með samræðunum.