Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Opinn fundur með Árna Páli á Vitanum
Föstudagur 22. mars 2013 kl. 13:10

Opinn fundur með Árna Páli á Vitanum

Alvöru gjaldmiðill, húsnæðisöryggi og heilbrigð forgangsröðun verða meðal umræðuefna á opnum fundi Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, á Vitanum í Sandgerði laugardaginn 23. mars kl. 13.

Árni Páll hefur fundað víða um land þessar vikurnar; í Grindavík, á Akranesi, Bifröst, í Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Reykjavík. Nú gefur hann í og heldur sjö opna fundi á átta dögum á Selfossi, Hafnarfirði, Blönduósi, Akureyri, Stykkishólmi, Sandgerði og í Fjarðabyggð.

Við hvetjum sem flesta til að mæta á Vitann á laugardag kl. 13.00 og taka þátt í skemmtilegum og uppbyggilegum umræðum um samfélagið og framtíðarsýn fyrir land og þjóð.

Allir velkomnir.

Samfylkingin

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024