Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Aðsent

Opinn fundur hjá Viðreisn um atvinnumál á Suðurnesjum
Miðvikudagur 10. apríl 2019 kl. 15:49

Opinn fundur hjá Viðreisn um atvinnumál á Suðurnesjum

Viðreisn mun halda opinn fund á hótel Park Inn í Reykjanesbæ laugardaginn 13. apríl næstkomandi á milli kl 10:30 og 12:00 en umræðuefnið er staða atvinnumála á Suðurnesjum.  Fundurinn er skipulagður af félagi Viðreisnar í Reykjanesbæ og er fundarstjóri Arnar Páll Guðmundsson, formaður félagsins.
 
Framsögumenn eru þrír:


Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, ræðir stöðu atvinnumála á svæðinu nú og síðustu misseri.
 
Guðbjörg Kristmundsdóttir, nýkjörin formaður VSFK, ræðir verkalýðsmál, skiptingu vinnumarkaðar og atvinnuhorfur.
 
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að lokum frá stefnu Viðreisnar í atvinnumálum og áherslum flokksins varðandi atvinnuþróun á svæðinu.
 
Að framsögu lokinni verður opnað fyrir spurningar og almennar umræður, bæði meðal fundarmanna og í gegnum Facebook en fundinum verður að vanda streymt beint á Facebooksíðu flokksins.
 
Verið öll hjartanlega velkomin á fundinn sem er öllum opinn eins og allir laugardagsfundir Viðreisnar.
Public deli
Public deli