Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Opinn dagur í Yndisgarðinum í Sandgerði
Miðvikudagur 10. ágúst 2011 kl. 16:27

Opinn dagur í Yndisgarðinum í Sandgerði

- fimmtudaginn 11. ágúst kl. 16 – 18.

Fimmtudaginn 11. ágúst milli kl. 16:00-18:00 verður boðið upp á kynningu og fræðslu í Yndisgarðinum í Sandgerði. Garðurinn sem er tilrauna- og sýningareitur á trjám og runnum er hluti af verkefninu Yndisgróður. Markmið verkefnisins er að rannsaka og miðla upplýsingum um garða– og landslagsplöntur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Yndisgarður í Sandgerði var stofnaður í samvinnu við Sandgerðisbæ árið 2008 í þeim tilgangi að gefa mynd af því hvaða plöntur þrífast við hafræn skilyrði.

Hann er staðsettur í námunda við framtíðar útivistarsvæði bæjarbúa ,,Gryfjuna” norðan og ofan við bæinn. Í garðinum hafa verið gróðursett um 150 yrki af ýmsum tegundum sem henta til ræktunnar á Suðurnesjum. Hann getur í framtíðinni orðið skemmtileg og áhugaverð viðbót við útivistasvæði Sandgerðisbæjar.

Yndisgarða má finna á sex stöðum á landinu og er ætlað að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna til rannsókna og frekari nota. Einnig er þeim ætlað að vera sýningarreitir fyrir fagfólk og almenning.
Á heimasíðu Yndisgróðurs (http://yndisgrodur.lbhi.is) er að finna uppdrátt af plöntuskipulagi garðsins auk plöntulista og kynningarbæklings. Á síðunni er einnig að finna frekari upplýsingar um verkefnið og þær plöntur sem Yndisgróður mælir með til ræktunnar hérlendis. Í plöntuleit er hægt að leita eftir ýmsum skilyrðum s.s. notkun, harðgerði, stærð, blómgunartíma, blómlit og fl. sem gerir leitina að réttu plöntunni í garða og útvistarsvæði auðveldari.

Yndisgróður er samstarf Landbúnaðarháskóla Íslands, Félags garðplöntuframleiðenda, Grasagarðs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar, Rannsóknarstöðvar Skógræktar á Mógilsá, Norðurslóðaráætlunar og viðkomandi sveitarfélaga.