Opin vinavika í Púlsinum
Opin vinavika verður í í Púlsinum á Listatorgi dagana 23.- 25.mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Púlsinum er Suðurnesjafólk boðið velkomið að koma í prufutíma:
þriðjudaga og fimmtudaga
Kl. 06:30 Jógaleikfimi...hressandi í morgunbirtunni!
kl. 08:00 Ljúft morgunjóga...liðkandi fyrir alla liði.
kl. 17:30 Jógaleikfimi...hreinsandi eftir vinnudaginn!
kl. 19:30 Slökunarjóga...heilunarstund.
Hlakka til að sjá ykkur öll sem viljið prófa!
- Ný hressandi vornámskeið hefjast svo strax þriðjudag eftir páska, tímataflan breytist þá aðeins. Skráning er þegar hafin í eftirfarandi tíma:
þriðjudaga og fimmtudaga
Kl. 06:30 Jógaleikfimi
Kl. 08:00 Ljúft morgunjóga
Kl. 17:30 Jógaleikfimi
Fimm vikna námskeið hefst þriðjudaginn 6.apríl. Verð kr. 10.200
Njóttu þess að vera í Púlsinum og fylla þig af krafti vorsins!
Skráning á www.pulsinn.is og í síma 848 5366.