Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 18. mars 2004 kl. 10:44

Opin hús hjá Stangveiðifélagi Keflavíkur

Nú eru að fara af stað hin vinsælu opnu hús veiðimanna. Það er góður hópur áhugasamra félaga sem hafa tekið að sér að halda þessi kvöld og verður fyrsta opna hús n.k. föstudag kl. 20. í sal félagsins að Hafnargötu 15 eh.  Eftirfarandi er dagskrá vetrarins.

Föstudagurinn 19. mars kl..20
Kynningarkvöld um fluguhnýtingar!
Margreyndir hnýtarar mæta og leiðbeina.
Menn hvattir til að hafa með sér fluguboxin!

Föstudagurinn 2. apríl. kl. 20
Kynningarkvöld um fluguveiði.
· Veiðitækni. Dropper.
· Straumfluguveiði.
· Að veiða upp-stream
· þurrfluguveiði.

Föstudagurinn 16. apríl kl. 20
Veiðistaðakynning á Köldukvísl og Tungná.

Föstudagurinn 30. apríl kl. 20
Kynning á veiðivörum úr verslun Óskars.

Allir velkomnir!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024