Opið prófkjör Samfylkingarinnar – allir geta tekið þátt!
Laugardaginn 4. nóvember fer fram prófkjör hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi sem er opið öllum kosningabærum einstaklingum sem eiga lögheimili í kjördæminu. Það er stórkostlegt tækifæri fyrir kjósendur í Suðurkjördæmi að fá með beinum hætti að velja þá einstaklinga sem þeir treysta best til þess að vera í forystu fyrir stærsta stjórnmálaflokki kjördæmisins. Þess vegna ættu allir sem einhvern áhuga hafa á stjórnmálum að nýta sér þetta tækifæri til þess að hafa áhrif.
Í sveitarstjórnarkosningum síðastliðið vor bauð Samfylkingin á Hornafirði fram í fyrsta sinn í Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar valdist ég til forystu. Það var skemmtileg og ómetanleg reynsla og skemmst er frá því að segja að Samfylkingin vann glæsilegan sigur í kosningunum, fékk tvo fulltrúa kjörna og starfar nú í meirihluta. Að loknum kosningum var ég kosinn forseti bæjarstjórnar. Þessi árangur sýnir svo ekki verður um villst hvers Samfylkingin er megnug þegar flokksfélagar með félagslegan og efnahagslegan jöfnuð að leiðarljósi leggjast allir á árarnar. Í ljósi þessa glæsilega árangurs ákvað ég að gefa kost á mér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og sækist eftir 3. – 4. sæti á listanum.
Efling sveitarstjórnarstigsins
Á hátíðarstundum verður mönnum tíðrætt um nauðsyn þess að efla sveitarstjórnarstigið. Á síðustu árum hefur nokkuð þokast í þeim málum. Grunnskólinn er kominn til sveitarfélaganna sem er stærsta einstaka verkefnið sem sveitarfélögin hafa tekist á hendur. Nú er svo komið að sveitarfélögin vildu gjarnan taka við fleiri verkefnum af ríkinu til þess að flytja þjónustuna nær íbúunum. Ríkið hins vegar bíður eftir því að fleiri sameiningar eigi sér stað áður en svo getur orðið og á meðan eru tekjustofnamál sveitarfélaganna í uppnámi.
Eitt er ljóst að ef efla á sveitarstjórnarstigið á Íslandi enn frekar þarf meira að koma til heldur en að ríkið afhendi sveitarfélögunum verkefni sem menn telja að sé betur borgið heima í héraði. Verkefnunum þarf að fylgja fjármagn og það umtalsvert fjármagn til þess að sveitarfélögin geti rækt skyldur sínar.
Slíkum verkefnaflutningum fylgir valddreifing. Valddreifing sem er eftirsóknarverð í sjálfu sér enda er það eitt af meginmálum okkar jafnaðarmanna að flytja völd og verkefni heim í hérað, nær fólkinu. Sveitarfélögin sjá um nærþjónustuna og þar eiga mörg stór verkefni að vera. Á þessari stundu tel ég mikilvægast að öldrunarþjónustan flytjist yfir til sveitarfélaganna. Það er þjónusta sem á heima hjá sveitarfélögunum og afrekaskrá ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki er ekki löng. Á Hornafirði hefur undanfarin ár verið í gangi tilraunaverkefni sem felur í sér að sveitarfélagið hefur gert þjónustusamning við ríkið um rekstur heilsugæslunnar og öldrunarþjónustunnar. Tilraunin hefur að mestu leyti heppnast vel en það er ljóst að þjónustusamningur er einungis skammtímalausn. Framtíðarlausn felst í því að flytja verkefnið í heild sinni yfir til sveitarfélagsins og tekjustofna með. Þetta mun hafa í för með sér betri þjónustu við íbúana og þeir geta frekar haft áhrif á þjónustuna með lýðræðislegum hætti.
Árni Rúnar Þorvaldsson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og sækist eftir 3. – 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Í sveitarstjórnarkosningum síðastliðið vor bauð Samfylkingin á Hornafirði fram í fyrsta sinn í Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar valdist ég til forystu. Það var skemmtileg og ómetanleg reynsla og skemmst er frá því að segja að Samfylkingin vann glæsilegan sigur í kosningunum, fékk tvo fulltrúa kjörna og starfar nú í meirihluta. Að loknum kosningum var ég kosinn forseti bæjarstjórnar. Þessi árangur sýnir svo ekki verður um villst hvers Samfylkingin er megnug þegar flokksfélagar með félagslegan og efnahagslegan jöfnuð að leiðarljósi leggjast allir á árarnar. Í ljósi þessa glæsilega árangurs ákvað ég að gefa kost á mér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og sækist eftir 3. – 4. sæti á listanum.
Efling sveitarstjórnarstigsins
Á hátíðarstundum verður mönnum tíðrætt um nauðsyn þess að efla sveitarstjórnarstigið. Á síðustu árum hefur nokkuð þokast í þeim málum. Grunnskólinn er kominn til sveitarfélaganna sem er stærsta einstaka verkefnið sem sveitarfélögin hafa tekist á hendur. Nú er svo komið að sveitarfélögin vildu gjarnan taka við fleiri verkefnum af ríkinu til þess að flytja þjónustuna nær íbúunum. Ríkið hins vegar bíður eftir því að fleiri sameiningar eigi sér stað áður en svo getur orðið og á meðan eru tekjustofnamál sveitarfélaganna í uppnámi.
Eitt er ljóst að ef efla á sveitarstjórnarstigið á Íslandi enn frekar þarf meira að koma til heldur en að ríkið afhendi sveitarfélögunum verkefni sem menn telja að sé betur borgið heima í héraði. Verkefnunum þarf að fylgja fjármagn og það umtalsvert fjármagn til þess að sveitarfélögin geti rækt skyldur sínar.
Slíkum verkefnaflutningum fylgir valddreifing. Valddreifing sem er eftirsóknarverð í sjálfu sér enda er það eitt af meginmálum okkar jafnaðarmanna að flytja völd og verkefni heim í hérað, nær fólkinu. Sveitarfélögin sjá um nærþjónustuna og þar eiga mörg stór verkefni að vera. Á þessari stundu tel ég mikilvægast að öldrunarþjónustan flytjist yfir til sveitarfélaganna. Það er þjónusta sem á heima hjá sveitarfélögunum og afrekaskrá ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki er ekki löng. Á Hornafirði hefur undanfarin ár verið í gangi tilraunaverkefni sem felur í sér að sveitarfélagið hefur gert þjónustusamning við ríkið um rekstur heilsugæslunnar og öldrunarþjónustunnar. Tilraunin hefur að mestu leyti heppnast vel en það er ljóst að þjónustusamningur er einungis skammtímalausn. Framtíðarlausn felst í því að flytja verkefnið í heild sinni yfir til sveitarfélagsins og tekjustofna með. Þetta mun hafa í för með sér betri þjónustu við íbúana og þeir geta frekar haft áhrif á þjónustuna með lýðræðislegum hætti.
Árni Rúnar Þorvaldsson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og sækist eftir 3. – 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.