Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Opið hús í Ragnarssel
Mánudagur 23. ágúst 2004 kl. 15:24

Opið hús í Ragnarssel

Þann 1. september n.k. eru 20 ár liðin síðan Ragnarssel dagvistun fatlaðra barna var vígt við hátíðlega athöfn.  Í dagvistuninni, sem rekin er af Þroskahjálp á Suðurnesjum með sérstöku leyfi Félagsmálaráðuneytisins, dveljast fötluð börn 0 – 16 ára á móti skóla og/eða leikskóla.  Dagvistunin í Ragnarsseli er sú eina sinnar tengundar sem rekin er á Suðurnesjum og rétt til vistunar þar eiga börn úr öllum sveitarfélögum innan SSS og hafa börn úr öllum sveitarfélögunum nýtt þann rétt.

Í tilefni afmælisins verður opið hús í Ragnarsseli á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18.  Öllum velunnurum Þroskahjálpar er boðið upp á kaffi og kleinur.  Sérstaklega ánægjulegt væri að sjá þá sem starfað hafa í stjórn félagsins í gegn um árin, sem dvalið eða unnið hafa í dagvistuninni á þessum 20 árum og foreldra þeirra.  Einnig alla aðra sem lagt hafa Þroskahjálp lið með sjálfboðaliðsstörfum og fjárframlögum í gegn um þau 27 ár sem félagið hefur starfað.  Sérstaklega gaman væri ef “tombólubörnin” sem hafa lagt á sig mikla vinnu í gegn um árin til að styrkja Þroskahjálp hefðu tök á að líta inn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024