Opið hús í Bláa Lóninu – lækningalind í tilefni alheimdags fólks með psoriasis
Í tilefni alheimsdags fólks með psoriasis laugardaginn 29. október verður opið hús í Bláa Lóninu – lækningalind frá klukkan 10.00 – 15.00.
Gestum mun gefast kostur á að baða í lóni lækningalindarinnar og kynna sér starfsemina. Fyrirlestur um Bláa Lóns meðferðina og starfsemi lækningalindarinnar verður haldinn kl 14.00.
Bláa lóns meðferðin við psoriasis er þekkt um allan heim og hafa gestir frá 19 þjóðlöndum sótt meðferðina. Íslensk heilbrigðisyfirvöld greiða meðferðarkostnað íslenskra meðferðargesta.
Alheimsdagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim. Markmið dagsins er að efla fræðslu um psoriasis, en á Íslandi eru 9000 manns með psoriasis.
Gestum mun gefast kostur á að baða í lóni lækningalindarinnar og kynna sér starfsemina. Fyrirlestur um Bláa Lóns meðferðina og starfsemi lækningalindarinnar verður haldinn kl 14.00.
Bláa lóns meðferðin við psoriasis er þekkt um allan heim og hafa gestir frá 19 þjóðlöndum sótt meðferðina. Íslensk heilbrigðisyfirvöld greiða meðferðarkostnað íslenskra meðferðargesta.
Alheimsdagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim. Markmið dagsins er að efla fræðslu um psoriasis, en á Íslandi eru 9000 manns með psoriasis.