Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Opið hús hjá Sunnan 5
Fimmtudagur 3. maí 2007 kl. 01:05

Opið hús hjá Sunnan 5

Krabbameinsfélag Suðurnesja og stuðningshópurinn Sunnan 5 halda opið hús miðvikudaginn 9. maí  kl. 16.00 – 18.00 að Smiðjuvöllum 8 (húsi Rauða krossins) í Keflavík.

Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og verkefnastjóri KÍ mun mæta í   spjall. Einnig mun hún segja frá nýrri Verkefna og þjónustumiðstöð Krabbameinsfélagsins sem verið er að opna í Skógarhlíð.

Markmið stuðningshópsins Sunnan 5 er að einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein hitti aðra sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu.  Allir velkomnir.  Heitt á könnunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024