Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 1. apríl 2003 kl. 13:46

Opið bréf til Steinþórs Jónssonar

Ágæti Steinþór Jónsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar
Reykjanesbæjar

Við skoðun á heimasíðu Reykjanesbæjar í dag 29. 3. 2003 rakst ég á erindi frá 12. mars 2003, við Skipulags- og byggingarnefnd, þess efnis að eigendur og umráðamenn Hafnargötu 26, þeir Guðjón Vilhelm og Hermann Helgason spyrjast fyrir um hvort heimilað verði að breyta notkun 1. hæðar hússins Hafnargötu 26, úr verslun í íbúðarrými. - Þann 26. mars 2003 afgreiddi nefndin málið og komst að svohljóðandi niðurstöðu: Samkvæmt deiliskipulagi eru íbúðir ekki heimilaðar á 1. hæð húsa við þennan hluta Hafnargötunnar."

Hér ber að geta að þessi sama skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar, hafði þann 4. október 2002 (eða fyrir 5 mánuðum síðan), fengið úrskurð og ákúrur frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála, (sem er með úrskurðarvald yfir gjörræðislegum ákvörðunum byggingaryfirvalda), þess efnis að sambærilegar afgreiðslur og bókanir, sem að ofan greinir, séu án lagalegra heimilda og var bæjarráði Reykjanesbæjar m.a. gert að grípa fram í fyrir umræddri skipulagsnefnd og endurupptaka fyrri afgreiðslu annars máls sem er af svipuðum toga er að ofan greinir og varða þau undirritaðan, -en við því hefur ekki orðið þegar þetta er ritað.

Þann 16. október 2002 lá fyrir afgreiðsla og kynning á máli undirritaðs hjá skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar og var hún kynnt með eftirfarandi hætti: Hafnargata 18. Úrskurður í máli nr. 19/2002; kæra (Gunnars) Geirs Kristjánssonar og Arndísar R. Magnúsdóttur. Lagt fram til kynningar. - Öllum aðilum skipulags- og byggingarnefndar Reykjanesbæjar má því vera ljóst að bókun nefndarinnar er varðar Hafnargötu 26 er gegn betri vitund, Þ.e. -ekki er heimilt að banna íbúð á 1. hæð húsa við Hafnargötu á þeim forsendum er áður greinir.

Til að rifja upp megin niðurstöður í afgreiðslu Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála hvað varðar heimildir um að breyta notkun neðri hæða húsnæðis við Hafnargötuna í Reykjanesbæ þá vitna ég í niðurlag áðurnefnds úrskurðar: "...Verður ekki ráðið á fyrirliggjandi gögnum að samþykkt íbúðarhúsnæðis á 1. hæð í húsi kærenda væri andstætt gildandi skipulagi. Var synjun umsóknar þeirra því ekki reist á réttum forsendum og verður hún því felld úr gildi og lagt fyrir skipulags- og byggingarnefnd að taka umsóknina að nýju til löglegrar afgreiðslu." Þá er orðrétt sagt í lokaorðum: ...."Felld er úr gildi sú ákvörðun bæjarráðs Reykjanesbæjar frá 2. maí 2002 að staðfesta ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 7. maí 2002 um að synja umsókn kærenda um leyfi til að breyta notkun 1. hæðar Hafnargötu (18) úr verslunarrými í íbúð. Er lagt fyrir skipulags- og byggingarnefnd að taka umsókn kærenda til löglegrar meðferðar að nýju."

Sign: Ásgeir Magnússon, hrl. Þorsteinn Þorsteinsson, byggingarverkfræðingur Ingibjörg Ingvadóttir, lögfræðingur


Ef áðurnefndur úrskurður hefur tapast, þá sendi ég Þetta yður til skoðunar´.

Virðingarfyllst
Gunnar Geir Kristjánsson

Ps. Það er ekkert ákvæði í gildandi aðalskipulagi og/eða deiliskipulagi sem bannar búsetu á neðri hæðum húsnæðis við Hafnargötu. Einungis er talað um æskilega notkun, (þ.e. íbúð á efri hæð og fyritæki á neðri hæð).
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024