Opið bréf til Ráðherra heilbrigðismála vegna stofnunar félags um skurðstofur HSS
Íbúar á Suðurnesjum vilja leita allra leiða til að rekstur félags um skurðstofur á HSS megi verða að möguleika.
Eignarhald á væntanlegu félagi er ekki vandamál. Félagið má vera í eigu HSS, samfélagsins á Suðurnesjum, Samtaka Sveitafélaga á Suðurnesjum eða sem non profit stofnun í eigu HSS og eða samfélagsins.
Félagið er ekki stofnað í gróðavon örfárra aðila.
Hugmyndin er unnin upp úr vilja til að skapa þjónustu við nærsamfélag, atvinnu og gjaldeyristekjur og til að hindra tap á mannauði af svæðinu og landinu.
Hugmyndin er því þannig að ef hægt verður að fylla upp í ónýtta þjónustu með erlendum ferðamönnum verði þeimsvo fleitt áfram til aukinnar tekjuaukningar í ferðaþónustu og annarri þjónustuaukningar og virðisaukningar innanlands.
Engin byrði verður lögð á starfsemi sem fyrir er í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja nema tekjur komi fyrir og pláss sé autt.
Ef þörf er á að fylla upp með erlendum ferðamönnum, verða þeir vel tryggðir og munu jafna sig annarstaðar um leið og það er faglega unnt. Öryggi þeirra verður tryggt á allan hátt sambærilega við það sem Íslenskum skattgreiðendum er boðið upp á.
Íbúar á Suðurnesjum benda enn fremur á að öll aðstaða er þegar til staðar og ekki eftir neinu að bíða, rekstur gæti hafist svo til strax.
Ef Ráðuneytið þvertekur fyrir þessa hugmynd um stofnun Skurðstofa Suðurnesja ehf, vilja íbúar á Suðurnesjum leita eftir svörum hjá Ráðuneytinu varðandi eftirfarandi spurningar þar sem það hlýtur að vera samfélaginu á Suðurnesjum í hag að rekstur haldist á skurðstofunum.
• Eiga íbúar svæðis að eiga rétt á að tekið sé tillit til hagsmuna þeirra þegar teknar eru ákvarðandir sem hafa jafn mikil áhrif á líf borgaranna og heilbrigðisþjónusta er?
• Þykir Ráðuneytinu eðlilegt að svæði sem hefur hæsta atvinnuleysið og flesta öryrkjana skuli búa við það að þurfa að sækja alla læknisþjónustu með meiri fyrirhöfn og kostnaði en aðrir íbúar þessa lands? Að jafnaði eru þar starfandi 4 stöðugildi lækna þó að þau séu 8 en eiga að vera 18-19 miðað við höfðatölu. Íbúar Suðurnesja þurfa annað hvort að mæta á kvöldvaktina með margföldum kostnaði, sækja Læknavaktina í Reykjavík með tilheyrandi bensínkostnaði og nú munu þeir þurfa að sækja fæðingarhjálp fyrir áhættufæðingar, keisara og minni skurðaðgerðir með auknum tilkostnaði. Ríkið þarf áfram að greiða þessa þjónustu hvar svo sem hún er veitt en viðbótarkostnaður fellur með þessum hætti á viðkvæmustu íbúana á Suðvestur horninu.
• Er Ráðuneytið að hafna því að fyrrverandi starfsmenn hins opinbera leiti leiða til þess að nota þekkingu sína til þess að skapa störf í einkageira í þágu samfélagsins og þeir geti þannig mögulega farið af biðlaunum? Er það einnig opinber stefna þessarar Ríkisstjórnar að stuðla ekki að því að auðvelda opinberum starfsmönnum flutning yfir í einkageirann?
• Ef Ráðuneytinu er illa við einkarekstur vilja íbúar Suðurnesja vita hvert hún ætli opinberum fagaðilum sem verða fyrir niðurskurði á viðsjárverðum tíma að fara með atvinnuleit sína? Eiga þeir að flytja úr landi? Veit Ráðuneytið um fleiri möguleika til atvinnurekstrar en annaðhvort til einkarekstrar eða opinberra starfa?
• Er Ráðuneytið á því að betra sé að opinberir fagaðilar sem sagt er upp störfum fari til starfa á einkareknum sjúkrahúsum sem byggð eru til lækningatengdrar ferðaþjónustu í sama bæjarfélagi en með þannig fyrirkomulagi að þeim sé ekki unnt að sinna þjónustu við samfélagið á staðnum? Er hindrun Ráðuneytisins þá til þess gerð að hindra þjónustu við íbúana?
• Er Ráðuneytið að hafna því að opinberar stofnanir leiti leiða til þess að skapa sér sértekjur fyrir ónýtta aðstöðu og tækjakost?
• Er Ráðuneytið á því að virkjun mannauðs innan stofnana til að leita leiða til atvinnusköpunar og utanaðkomandi tekna laði síður að hæft fagfólk til stofnanna en aukin miðstýring og helsi til athafna?
• Er Ráðuneytinu illa við að nýta með litlum tilkostnaði og þjóðhagslegum hagstæðum hætti húsnæði, tækjakost og mannauð sem fyrir er til atvinnu og gjaldeyrissköpunar en vill þess í stað beina fagaðilum í þann farveg að þurfa erlenda fjárfesta og háar erlendar lántökur til verksins og með sama hætti brottflutnings arðs úr Íslensku hagkerfi?
• Er Ráðuneytið á því að Íslenska heilbrigðiskerfið þurfi ekki á mögulegum tekjum úr lækningatengdri ferðaþjónustu að halda? Að betra sé að erlendir fjárfestar fái þær tekjur? Að áhætta í þjónustunni og árifin á mannauð innan opinberra stofnana verði þannig meiri fyrir þjóðarbúið?
• Er Ráðuneytið á þeirri línu að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að fagaðilar fari í svo mikinn tilkostnað við uppbyggingu lækningatengdrar ferðaþjónustu að þeir munu þurfa enn meira flæði erlendra ferðamanna í þjónustuna til að borga af framkvæmdum og þannig skapa mikið sog og yfirboð til fagaðila starfandi innan opinberra stofnana?
• Telur Ráðuneytið sig umkomið til þess að stöðva lækningatengda ferðaþjónustu á Íslandi?
Adda Sigurjónsdóttir.