Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Opið bréf til forstjóra HSS
Sunnudagur 3. mars 2013 kl. 12:19

Opið bréf til forstjóra HSS

Í Víkurfréttum 20. febrúar sl. er haft eftir forstjóra HSS að dýrt sé að láta húsnæði eins og skurðstofur standa auðar og nær að loka þeim og nota þetta rými fyrir heilsugæslu og aðra starfsemi. Enn fremur kemur fram að starfsfólk skurðstofanna sýni engan áhuga á að flytja sig til stofnunarinnar.
Í framhaldi af þessari frétt viljum við undirritaðar fá svör hér í blaðinu við eftirfarandi spurningum:

1. Af hvaða forsendum fæst starfsfólk ekki til að vinna á skurðstofum?

2. Á hverra höndum er í dag, ákvarðanataka um rekstur?

3. Hver er framtíðarsýn þín og/eða rekstraraðila á rekstri HSS?

4. Hvernig er ráðningu lækna háttað í dag?

5. Hvers vegna hafa Suðurnesjamenn ekki heimilislækna?

6. Eru læknar ráðnir með það í huga að þeir vinni að hluta til hjá Heilsugæslu Suðurnesja og hluta til erlendis eða á landsbyggðinni?

7. Er talið að það þjóni fólkinu hér best að læknar stoppi hér stutt og séu helst viðlátnir í 1-2 vikur í senn?

8. Er það í þágu okkar Suðurnesjamanna að Fæðingardeildin sem talin var eina af þeim bestu á landinu verði í komandi framtíð lögð af?

9. Er stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja heimilt að lána eða gefa tæki sem félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki hafa gefið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja?

Spurningar sem þessar brenna á okkur sem búum á Suðurnesjum. Með síðasta útspili forstjóra um að rífa niður skurðstofur sem barist var fyrir og fá til að auka og bæta þjónustuna fær okkur til að segja: „Hingað og ekki lengra“.  Metnaðar- og viljaleysi stjórnenda og rekstaraðila til að byggja upp og hafa hér á svæðinu góða þjónustu sem fólkið getur treyst hefur náð botninum, nú þarf viðsnúning sem allra fyrst.

Vilji okkar er að hafa hér góða þjónustu sem við getum treyst, fæðingardeild sem er öllum opin og aðgerðir á skurðstofum, sem geta nýst okkur og öðrum landsmönnum. Vinnum saman með góðum starfsmönnum að góðri þjónustu.

Þorbjörg Pálsdóttir            
Formaður Styrktarfélags HSS, S.H.S.

Jórunn Alda Guðmundsdóttir
Varaformaður FEBS.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024