Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Ómögulegt mál
  • Ómögulegt mál
Miðvikudagur 7. maí 2014 kl. 11:10

Ómögulegt mál

- Kristinn Þór Jakobsson skrifar

Þegar málum er skotið til íbúa er það vegna þess að pólitískur ágreiningur er um málið. Spurningin sem naumur meirihluti sjálfstæðismanna samþykkti á bæjarstjórnafundi í Reykjanesbæ 6. maí hljóðar svo:
 
Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?
Ja ( )
Nei ( )
Veit ekki ( )
 
Aðferðafræðileg er spurningi gölluð, hún er leiðandi  og í raun óþörf. Eru ekki allir sannfærðir um að bæta þurfi þjónustu heilsugæslunnar á Suðurnesjum?
Íbúakosning er aðferð þar sem fullorðnir borgarar ræða og kjósa um mikilvægustu pólitísku ákvarðanirnar og atkvæði þeirra ákvarðar til hvaða aðgerða verður gripið.
 
Ég bókaði eftirfarandi í umræðu um tillöguna á fundinum í gær:
 
Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði.
  
Ákveðnir annmarkar eru á tillögunni því í 108. grein Sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011 stendur:
 
„Til atkvæðagreiðslu skv. 1. mgr. skal boða með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara með opinberri auglýsingu. Samhliða skal sveitarstjórn opinberlega kynna þá tillögu sem borin verður undir atkvæði og þær upplýsingar sem kjósendum eru nauðsynlegar til að geta tekið til hennar upplýsta afstöðu“.
Nú er þess frestur liðinn og því tæknilegur ómöguleiki til staðar við framkvæmd könnunarinnar.
 
Þá er yfirkjörstjórn óheimilt að blanda saman tveimur ólíkum kosningum.  Því verður að kjósa sérstaka framkvæmdanefnd yfir verkefninu og kjósa um málið í ólíkum kjördeilum. Slíkt hefur í för með sér töf í framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna.
 
Á grundvelli bágrar fjárhagsstöðu og mikillar framtíðaróvissu varðandi rekstur bæjarsjóðs, er ekki ráðlegt að blanda rekstri heilsugæslunnar við rekstur bæjarsjóðs.
 
Framsókn vill að sjálfsögðu bætta þjónustu á heilsugæslunni. Farsælli aðferð til að bæta þjónustu heilsugæslunnar væri samstillt átak og samvinnu allra í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og fá stjórnvöld til að leiðrétta greiðslur til heilsugæslunnar.
 
Kristinn Þór Jakobsson
bæjarfulltrúi Framsóknar Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024