Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 17. desember 2002 kl. 16:43

Ómakleg vinnubrögð hjá Blómavali í Reykjanesbæ

Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík hefur í hátt í þrjá áratugi selt Suðurnesjabúum jólatré með mjög góðum árangri. Allur hagnaður af jólatréssölunni rennur til líknarmála og á þessu tímabili hafa Keilismenn sett hátt í 30 milljónir króna til ýmissa styrktarverkefna á Suðurnesjum. Keilisfélagar hafa átt því láni að fagna að sitja einir að sölunni á stærstu hluta svæðisins. Í tvígang hafa aðrir aðilar byrjað að selja jólatré, en hafa hætt jafnóðum. Suðurnesjabúar hafa haldið tryggð við klúbbinn og verslað sín jólatré hjá Keili og með því lagt sitt af mörkum til að styrkja þá sem minna mega sín.
Nú bregður svo við að verslunin Blómaval í Húsasmiðjunni hefur ákveðið að selja jólatré og við því er í sjálfu sér ekkert að gera. Áður en þeir hófu þessa sölu fullyrti verslunarstjóri Húsasmiðjunnar við okkur að þeir myndu ekki fara út í verðstríð, en annað hefur komið á daginn. Strax er þeir opnuðu auglýstu þeir að hverju tréi fylgdi sælgætisdós. Þeir augljóslega treysta sér ekki í beina samkeppni og beita því lúalegum vinnubrögðum. Hagnaður þeirra af sölunni rennur beint til Reykjavíkur og það er ljóst að þeir sem minna mega sín njóta ekki afrakstursins hjá þeim, ef þá einhver er.
Fjölmargir viðskiptavina okkar hafa haft orð á þessum vinnubrögðum þeirra og finnst lítið til koma. Við Keilisfélagar hvetjum Suðurnesjabúa til að líta við í Duushúsunum og hjálpa okkur við að styrkja aðra.

Ragnar Örn Pétursson
Fjölmiðlafulltrúi Keilis
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024