Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Aðsent

Öllum styrkbeiðnum beint til Velferðarsjóðsins
Mánudagur 5. desember 2011 kl. 08:15

Öllum styrkbeiðnum beint til Velferðarsjóðsins

Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands hefur undanfarin ár veitt styrki til þeirra sem minna mega sín fyrir jólin. Í ár hefur verið tekin sú ákvörðun að beina öllum til Velferðarsjóðs Suðurnesja en Rauða kross deildin hefur verið aðili að Velferðarsjóðnum frá stofnun hans. Jafnframt mun deildin veita sjóðnum fjárframlag sem nemur þeirri upphæð sem farið hefur til jólaaðstoðar á undanförnum árum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Um leið og Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands þakkar hlýhug og velvild á liðnum árum, óskar hún öllum skjólstæðingum og velunnurum sínum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári.

Stjórn Suðurnesjadeildar Rauða kross Íslands.