Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 13. maí 2002 kl. 20:36

Olíuflutningar á Reykjanesbraut

Hafnasamlag Suðurnesja hefur lengi barist fyrir því að olíuflutningar á Reykjanesbraut verði bannaðir og eldsneytið verði í staðinn flutt sjóleiðina. Aðstaðan í Helguvík býður uppá alla möguleika til þessa. Um þetta höfum við rætt við flesta hagsmunaaðila enda margvísleg rök að baki: Öryggi eykst á brautinni, slit hennar minnkar og rekstur hafnarinnar styrkist. Þá er ekki síst um stórt umhverfismál að ræða þar sem alvarlegt slys olíuflutningabíls á Reykjanesbraut eða Grindavíkurvegi gæti skaðað vatnsból okkar til langs tíma.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum ályktaði um þetta á síðasta aðalfundi sínum og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja styður þetta sjónarmið. Með öðrum orðum þá virðist það almennur vilji og skoðun á Suðurnesjum að banna eldsneytisflutninga á Reykjanesbraut vegna hagsmuna svæðisins.
Mér er þess vegna alveg óskiljanlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi skuli ekki styðja þetta mikilvæga mál. Hjálmar Árnason og Sigríður Jóhannesdóttir fluttu mál um þetta á Alþingi í samræmi við ályktun SSS. Ég ætlaði varla að trúa eyrum mínum þegar ég sá að Kristján Pálsson flutti aðra tillögu sem gengur út á það að leyfa flutningana en vona bara hið besta um slysin. Þarna fer hann gegn vilja allra Suðurnesjamanna og maður hlýtur að draga þá ályktun að þetta sé stefna Sjálfstæðismanna.
Henni er é einfaldlega ósammála.


Þorsteinn Árnason,
form. stjórnar Hafnasamlags Suðurnesja
og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024