Ólíkt hafast þeir að!
Undirritaður mætti í gær, þann 20. mars á fundi sem haldnir voru um ástandið hjá Varnarliðinu en það má segja að það sé gott fyrir okkur sem upplifum það nú að eiga í vændum að fá uppsagnabréf að heyra í ráðamönnum og þær vangaveltur sem uppi eru um framtíð vallarsvæðisins og okkar starfsmannanna sem þar störfum. Það var gott framtakið hjá bæjarstjóranum í Reykjanesbæ en hann var með yfirgripsmikla kynningu á þeim mögleikum sem felast í ástandinu bæði er varðar ný og tilflutt störf á svæðinu auk þess að að kynnti áætlun sem menn eru með á borðinu varðandi mögulega nýtingu á húsakosti Varnarliðsins þegar fyrir liggur hver afnot Bandaríkjamanna eða annarra verða á þessum húsum í tengslum við varnir landsins. Bæjarstjóri fékk síðan fjölda fyrirspurna frá starfsmönnum varnarliðsins um málefni þeirra og mögleika og komst hann vel frá málinu.
Í Stapa var síðan annar fundur þar sem Halldór Ásgrímsson og verkalýðsforingjarnir Kristján Gunnarsson og Guðbrandur Einarsson fóru yfir málið. Innihald málflutnings þeirra og áherslur voru um margt líkar og jafnvel þær sömu og hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar og létu þeir sér allir annt um að yfirbragð viðskilnaðarins gagnvart fólkinu yrði á mannlegum nótum. Þá upplýsti forsætisráðherra að það hefði ekkert komið út úr fundi framkvæmdastjóra NATO með forseta bandaríkjanna sem hefði ekki þegar komið fram og að við yrðum að bíða eftir tillögum bandarískra yfirvalda um hverjar yrðu varnir landsins.
Það sem mér þótti miður við annars ágætan fund var að allt yfirbragð fundarins var of pólítískt, þarna blöktu fánaborgir A-lista manna og áróður hékk uppi um framboðið auk þess að þarna slógu menn sig til riddara fyrir að halda fundinn sem er mjög ósmekklegt miðað við efnið og ástandið auk þess að frambjóðendur A listans merktir í bak og fyrir tóku á móti fundargestum með handabandi í dyrum Stapans.
Þá stóðu þingmenn Samfylkingarinnar upp á fundinum með fyrirspurnir svona til að stimpla sig inn og flestir fyrirspyrjendur úr sal voru það sem kalla má pólitísk viðhengi þeirra sem að fundinum stóðu. Til merkis um þetta yfirbragð má síðan nefna að ekki einn einasti af núverandi starfsmönnum varnarliðsins sem eiga uppsagnir yfir höfði sér stóð upp eða beindi fyrirspurn til frummælenda ólíkt fundinum með bæjarstjóra en einmitt það að ná til þess hóps hefði að átt að vera tilgangur fundarins. Framboð A-listans eða Framsóknarflokkurinn kemur að mínu viti ekki til með að hagnast á þessum fundi af sökum sem áður er líst og hefðu betur staðið að þessu á annan hátt, og vísa ég þar meðal annars til orða bæði forsætisráðherra og bæjarstjóra Reykjanesbæjar á fundunum um að málefni brotthvarfs varnarliðsins og afleiðingar þess eigi að vera yfir pólitík hafin og að allir eigi að leggjast á eitt um að koma ástandinu til betri vegar.
Valþór S. Jónsson,
starfsmaður hjá Varnarliðinu.
Í Stapa var síðan annar fundur þar sem Halldór Ásgrímsson og verkalýðsforingjarnir Kristján Gunnarsson og Guðbrandur Einarsson fóru yfir málið. Innihald málflutnings þeirra og áherslur voru um margt líkar og jafnvel þær sömu og hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar og létu þeir sér allir annt um að yfirbragð viðskilnaðarins gagnvart fólkinu yrði á mannlegum nótum. Þá upplýsti forsætisráðherra að það hefði ekkert komið út úr fundi framkvæmdastjóra NATO með forseta bandaríkjanna sem hefði ekki þegar komið fram og að við yrðum að bíða eftir tillögum bandarískra yfirvalda um hverjar yrðu varnir landsins.
Það sem mér þótti miður við annars ágætan fund var að allt yfirbragð fundarins var of pólítískt, þarna blöktu fánaborgir A-lista manna og áróður hékk uppi um framboðið auk þess að þarna slógu menn sig til riddara fyrir að halda fundinn sem er mjög ósmekklegt miðað við efnið og ástandið auk þess að frambjóðendur A listans merktir í bak og fyrir tóku á móti fundargestum með handabandi í dyrum Stapans.
Þá stóðu þingmenn Samfylkingarinnar upp á fundinum með fyrirspurnir svona til að stimpla sig inn og flestir fyrirspyrjendur úr sal voru það sem kalla má pólitísk viðhengi þeirra sem að fundinum stóðu. Til merkis um þetta yfirbragð má síðan nefna að ekki einn einasti af núverandi starfsmönnum varnarliðsins sem eiga uppsagnir yfir höfði sér stóð upp eða beindi fyrirspurn til frummælenda ólíkt fundinum með bæjarstjóra en einmitt það að ná til þess hóps hefði að átt að vera tilgangur fundarins. Framboð A-listans eða Framsóknarflokkurinn kemur að mínu viti ekki til með að hagnast á þessum fundi af sökum sem áður er líst og hefðu betur staðið að þessu á annan hátt, og vísa ég þar meðal annars til orða bæði forsætisráðherra og bæjarstjóra Reykjanesbæjar á fundunum um að málefni brotthvarfs varnarliðsins og afleiðingar þess eigi að vera yfir pólitík hafin og að allir eigi að leggjast á eitt um að koma ástandinu til betri vegar.
Valþór S. Jónsson,
starfsmaður hjá Varnarliðinu.