Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ólafur Þór sækist eftir 2.-3. sæti Samfylkingarinnar
Þriðjudagur 23. október 2012 kl. 13:11

Ólafur Þór sækist eftir 2.-3. sæti Samfylkingarinnar

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2.-3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, en ég hef verið hvattur til þess af fólki í kjördæminu. Það er mikilvægt að á Íslandi sé sterkur og breiður jafnaðarmannaflokkur sem leggur grundvöll að velferð og jöfnuði og ég vil leggja mitt af mörkum til tryggja að Samfylkingin sé það afl. Það hefur verið kallað eftir því að nýtt og kröftugt fólk gefi kost á sér til að takast á við þau fjölbreyttu og krefjandi verkefni sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir og ég tel að þar geti ég orðið að liði.

Ég hef víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, hef setið í bæjarstórn Sandgerðisbæjar frá 2002, leiddi lista Samfylkingar og óháðra borgara sem náði hreinum meirihluta í sveitarstjórnarkosningum 2010 og á sæti í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ég starfa sem forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum auk þess að vera tónlistarmaður í hjáverkum. Ég er með BA-próf í stjórnmálafræði, hef kennsluréttindi og er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu. Eiginkona mín er Katrín Júlía Júlíusdóttir og við eigum saman þrjú börn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sandgerðisbær, 22. október 2012

Ólafur Þór Ólafsson