Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ólafur Þór leiðir Samfylkinguna í Sandgerði
Sunnudagur 9. apríl 2006 kl. 14:35

Ólafur Þór leiðir Samfylkinguna í Sandgerði

Prófkjör Samfylkingarinnar og óháðra í Sandgerði fór fram í gær, þann 8. apríl. Alls kusu 223 sem er meiri þátttaka en hefur verið áður í prófkjöri v/sveitarstjórnakosninga í bænum að því er fram kemur í tilkynningu frá framboðinu. Kosningin fór fram í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar og óháðra við Vitatorg.

Í 1. sæti varð Ólafur Þór Ólafsson með 104 atkvæði

Í 2. sæti varð Guðrún Arthúrsdóttir með 115 atkvæði 1-2 sæti

Í 3. sæti varð Sturla Þórðarson 125 atkvæði í 1-3 sæti

Röð hinna þriggja sem buðu sig fram var Sigríður Jónsdóttir, Þráinn Maríusson og Júlíus Einarsson

Niðurstaða prófkjörsins er bindandi fyrir þrjú efstu sætin. Í tilkynningunni kemur fram að prófkjörið var sérstaklega drengilegt og frambjóðendum öllum til sóma og telja aðstandendur listans hann því orðinn að öflugu stjórnmálaafli í Sandgerði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024