Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 2. apríl 2002 kl. 10:03

Ólafur Björnsson: Nikkel-Nikkel, enn og aftur.

Í VF þann 28, mars er greinarkorn eftir Hjálmar Árnason, fyrirsögnin er " Stærsta skipulagsmál Reykjanesbæjar " honum þykir mál að vekja athygli á afrekunum.Aðalskipulag fyrir svæðið er reyndar til frá 1971.
Slagurinn um að endurheimta Nikkel-svæði af varnarliðinu, eða öllu heldur ísl. stjórnvöldum, hófst um 1970. Leggst af máttum við fást við framsóknarráðherra.
Í fyrstu var þetta kallað Tankasvæðið, slagurinn um það hófst sem fyrr sagði um 1970, fundir svetarstjórnarmanna með ráðherrum og ráðuneytismönnum urðu margir.
Ég á minnisblöð frá flestum þessara funda, nokkra punkta vil ég rifja upp fyrir Hjálmari ofl.
Haustið 1979 varð Bendikt Gröndal utanríkisrhr. hann kom Leifsstöð á teikniborðið og hann skipaði nefnd undir forystu Helga Ágústssonar til þess að leysa " tankamálið ".
Nefndin fékk afmarkaðan tíma til þess að ljúka sínu verki og gekk frá samningum við fulltrúa NATO um að byggja olíuhöfn og birgðastöð í Helguvík, á sinn kosnað, sem undirritaður var 23. mai 1980.

Framkvæmdafé var til reiðu.
Benedikt var aðeins skamman tíma ráðherra, í hans stað kom Ólafur Jóhannesson, hann fann upp á ýmsu til þess að tefja málið, það þjónaði ekki hagsmunum vina hans.
Ég kom inn á Alþingi sem varamaður haustið 1980. Mitt fyrsta verk var að flytja svo hljóðandi þingsályktunartillögu:

„Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að hraða svo sem verða má byggingu olíustöðvar í Helguvík á grundvelli þess samkomulags, sem undirritað var af nefnd skipaðri af utanríkisráðherra og fulltrúm varnarlðisins í umboði NATO 23 mai s.l.“. Greinargerð með tillögunni var ítarleg.
Meðflutningsmenn mínir voru Karl Steinar og þingmenn sjálfstæðisflokksins frá Reykjanesi. Framsóknarmaðurinn fékkst ekki til þess að vera með, heldur ekki Allaballinn.
Málþóf um þessa tillögu varð með því mesta sem orðið hefir á Alþingi um eitt mál, en að lokum var hún þó samþykkt nær óbreytt, mótatkvæðalaust vorið 1981.
En ekki dugði það, Ólafi Jóhannessyni og félögum hans tókst að tefja framkvæmdir til ársins 1986.
Seinna mátti það ekki vera því mannvirkjasjóður NATO stöðvaði framkvæmdir áður en byggingu allra tankanna var lokið. En höfnin slapp og var kláruð. Nú vill enginn láta bendla sig við að hafa verið á móti þeirri framkvæmd.

Fyrsta olíuskipið hóf losun í Helguvík 29. ágúst 1989, síðan hefur varnarliðið enga þörf haft fyrir Nikkel-svæðið.

Þegar Jón Baldvin varð utanríkisráðherra ætlaði hann að klára þetta mál, fyrst voru nokkrir tankar fjarlægðir, Sölunefndin stöðvaði það taldi sig hafa umráð yfir þeim. Í framhaldi af því var henni falið að bjóða út allsherjar hreinsun á tankasvæðinu ( Nikkel ). Tilboð barst frá Einari Svavarssyni í verkið þann 8. febr. 1994. Þá upphófust kröfur um að endurtaka rannsóknir á mengun. Jóni entist ekki tími í ráðuneytinu til þess að ljúka málinu. Við fengum þó nýja vatnsveitu fyrir atbeina Jóns. Síðan gerðist ekkert fyrr en á síðasta ári að byrjað var að hreinsa svæðið.

Í desember árið 2000 upplýsti Skúli Þ Skúlason að 1996 hafði utanríkisráðuneytið þegið mannvirkin á Gufuskálum gegn því að hreinsa Nikkel-svæðið. Þá taldi Skúli að einungis þyrfti að setjast niður með vinum sínum í utanríkisráðuneytinu til þess að semja um leigugjald fyrir Nikkel-svæðið. Ekkert hefur fréttst af þeim samningum.

Nú vill Hjálmar fara að skipuleggja svæði, en er ekki vissara að fá eignarhaldið á hreint, áður en farið er að skipuleggja það frekar. Hvað dvelur þá samninga? Himinháar fjárhæðir hafa verið nefndar!
Væri ekki nærtækast að fara að fordæmi Emils Jónssonar, hann sá til þess að Keflavík fékk varnarsvæðið á Berginu, Helguvík meðtalin, án endurgjalds.

Ólafur Björnsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024