Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ólafur Björnsson: Ekki flugufótur
Sunnudagur 15. desember 2013 kl. 17:48

Ólafur Björnsson: Ekki flugufótur

Ég hef látið mig hafa það að hlusta á rugl sem nýkomið er út á hljóðdisk. Höfundurinn gefur því nafnið „Fiskarnir hafa enga fætur“. Mér til stórfurðu er þessu tekið með miklum látum og nefnt til verðlauna. Mér finnst betur til hæfis að gefa því nafnið „Ekki flugufótur“. Greinilega vill höfundur koma sem mestu óorði á Keflavík. Jón lýsir leiðinni til Keflavíkur, þegar hann kemur að Innri Njarðvík að þá blasa við honum húsin á hraunbreiðu. Seinna held ég að hann sé kominn með hraunið til Ytri Njarðvíkur og jökullinn sér hann í vestur.

Þetta læt ég nægja um lýsingar Jóns á staðháttum. Honum er hugleikið að fjalla um samskipti Keflvíkinga við herinn. Umfram allt er það kvenfólkið sem hann vill koma óorði á. Þegar hann talar um frystihús þá ruglar hann að minnsta kosti tveimur saman eða fleirum. Mestar mætur hefur hann á stórum frystiklefa sem Bandaríkjamenn leigðu fyrir frosnar matvörur. Hraðfrystistöðin byggði þessa miklu geymslu og leigði hana Varnarliðsmönnum um árabil. Jón segir að Kanarnir hafi komið á hverjum föstudegi til að sækja vörur.  Fyrir þessu liði fór ungur „hershöfðingi“. Það voru aldrei neinir hershöfðingjar á Keflavíkurflugvelli. Hann gaf skrifstofufólki og forstjóra kjúklinga en almennt kvenfólk fór út í smóktime til að sjá þessa dýrð, hvernig sem veður var. Það var þó undantekning, stjúpa Jóns. Hún fór fyrir horn og var ein og sér með sígarettu þar. Hún hafði hvorki mætur á Könum eða kalkún. Svo bar til eitt sinn að stjúpan var að totta sína sígarettu að hún sér stúlku sem gengur ákveðnum skrefum niður í fjöru og klöngraðist niður grjótið og út í sjó. Stjúpan sér að stúlkan ætlaði að fyrirfara sér. Hún rýkur til og nær henni og dregur hana í land. Flestir kannast við litlu milljón sem Ofnasmiðjan er staðsett í dag. Allir geta sannreynt að frá litlu milljón sést ekki í fjöru og þar hefur aldrei verið nein fjara.  Þetta ætla ég að láta nægja þó að nógu sé af taka.

Ólafur Björnsson.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024