Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Okkur sem annt er um bæinn okkar
  • Okkur sem annt er um bæinn okkar
Fimmtudagur 22. maí 2014 kl. 09:07

Okkur sem annt er um bæinn okkar

– Haraldur Sigfús Magnússon skrifar

Gleðilegt sumar!
Vorið er komið og hefur það vart farið fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Fyrir fjórum árum hittist hópur fólks í Sandgerði sem hafði mikinn áhuga á bæjarmálum og vildi hafa áhrif á okkar fallega bæjarfélag. Hópurinn fann sér ekki vettvang þar sem að skoðanir okkar voru metnar að verðleikum og lögðum því af stað í mikið ævintýri. 
Okkur tókst að safna saman fólki sem var tilbúið að taka þátt í þessu ferðalagi með okkur og úr varð Listi Fólksins.

Á aðeins þremur vikum þá gaf hópurinn út blað, haldið var málefnakvöld, konukvöld og frábær fjölskyldudagur ásamt því að vera með kosningaskrifstofuna opna alla daga á meðan á þessu stóð. Fjárhagur okkar var ekki mikill og tókst okkur að halda kostnaði í samræmi við úthlutun sveitafélagsins til framboða. Ég vill því nota þetta tækifæri til að þakka því fólki sem studdi okkur í þessari baráttu með ómældri vinnu og stuðning.



Tíminn er fljótur að líða og hér erum við saman komin á ný með það að leiðarljósi að virkja fólk til áhrifa í bæjarfélaginu. Við höfum sett fram öflugan lista af fólki sem er tilbúið að leggja sitt að mörkum að gera okkar bæ enn betri. Ég vil óska hinum framboðunum til lukku með vel mannaða lista og fagna ég því að fólk vilji taka þátt í að móta samfélag okkar til framtíðar. Látum jákvæða og lausnamiðaða hugsun leiða okkur inn í bjartari tíma.

Endilega komdu við á skrifstofu okkar við viljum heyra hvað þú hefur að segja.
 Okkur sem annt er um bæinn okkar, Kjósum H.

Haraldur Sigfús Magnússon

Formaður Lista fólksins x-H

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024