Ókeypis skólamáltíðir - Samfylking 2002 – Mogginn 2006
Eitt helsta stefnumál Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í kosningunum 2002 var að komið yrði á ókeypis skólamáltíðum fyrir börn á grunnskólaaldri. Rökin fyrir þessu voru þau, að það stuðlaði að heilbrigði barnanna okkar og settu þau öll undir sama hatt í skólanum. Börnin byggju við sama atlæti, óháð stöðu og efnahag foreldra. Sitt sýndist hverjum um þetta baráttumál Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á þessum tíma. Margir töldu Samfylkinguna á villigötum, foreldrar ættu sjálfir að bera ábyrgð á þessu og bera þann kostnað sem þessu fylgir. Sjálfstæðismenn töldu kostnaðinn of mikinn og spurðu hvernig bæjarsjóður ætti að greiða þetta.
Samfylkingin í Reykjanesbæ var eina stjórnmálaaflið á landinu sem setti fram þessar hugmyndir á þessum tíma og því nokkuð einmana í málflutningi sínum.
Nú bregður svo við að Samfylkingin í Reykjanesbæ hefur eignast bandamann í þessu máli. Morgunblaðið hefur að undanförnu farið geyst í umfjöllun sinni um þetta mál, bæði í leiðara og í Staksteinum. Þar hefur því m.a verið haldið fram, að það væri mannréttindabrot að tryggja ekki ungum þegnum samfélagsins viðunandi aðstæður í skólanum. Skólamáltíðir væru hluti af því starfi sem unnið væri innan skólans og ætti því að flokkast sem samfélagslegt verkefni.
Ekki veit ég hvort fyrir Mogganum vaki að koma höggi á R-listann með þessum málflutningi, en vænti þess að við séum að vakna til vitundar um mörg eru þau mál sem ekki verða unnin nema á samfélagslegum grunni. Ókeypis skólamáltíðir eru eitt þessara mála.
Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ
Samfylkingin í Reykjanesbæ var eina stjórnmálaaflið á landinu sem setti fram þessar hugmyndir á þessum tíma og því nokkuð einmana í málflutningi sínum.
Nú bregður svo við að Samfylkingin í Reykjanesbæ hefur eignast bandamann í þessu máli. Morgunblaðið hefur að undanförnu farið geyst í umfjöllun sinni um þetta mál, bæði í leiðara og í Staksteinum. Þar hefur því m.a verið haldið fram, að það væri mannréttindabrot að tryggja ekki ungum þegnum samfélagsins viðunandi aðstæður í skólanum. Skólamáltíðir væru hluti af því starfi sem unnið væri innan skólans og ætti því að flokkast sem samfélagslegt verkefni.
Ekki veit ég hvort fyrir Mogganum vaki að koma höggi á R-listann með þessum málflutningi, en vænti þess að við séum að vakna til vitundar um mörg eru þau mál sem ekki verða unnin nema á samfélagslegum grunni. Ókeypis skólamáltíðir eru eitt þessara mála.
Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ