Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ókeypis fyrirlestur í Íþróttaakademíunni
Miðvikudagur 27. febrúar 2008 kl. 10:29

Ókeypis fyrirlestur í Íþróttaakademíunni

Ókeypis fyrirlestur marsmánaðar hjá Íþróttaakademíunni kallast Áhrif þjálfunar á líkamsstöðu og öfugt. Fyrirlesturinn verður sérstaklega ætlaður þjálfurum sem gefa æfingar og æfingakerfi sem og öllum þeim sem vilja auka skilning sinn á síversnandi líkamsstöðu samfélagsins.

Það fer ekki framhjá nokkrum manni að léleg líkamsstaða er orðin sorglega algeng í samfélaginu og því miður á þetta ekki einungis við hjá eldra fólki heldur einnig hjá þeim sem yngri eru. Þetta er staðreynd sem við heyrum æ oftar en skiptir þetta einhverju máli? og það sem hér verður einblínt á, skiptir þetta þjálfara einhverju máli?

Jú, þetta skiptir máli. Léleg líkamsstaða er samtengd vöðvaójafnvægi sem leiðir til eymsla í líkamanum og hjá allt of mörgum, meiðsla.
Þjálfarar verða að gera sér grein fyrir áhrifum sem kyrrseta hefur á einstaklinga og áhrifum almennrar líkamsstöðu á þjálfun, og öfugt.

Þriðjudaginn 4. mars klukkan 20.00-21.30 býður Íþróttaakademían uppá ókeypis fyrirlestur þar sem farið verður í eftirfarandi:
• Hvað er ákjósanleg líkamsstaða?
• Stutt æfing í að finna ákjósanlega líkamsstöðu.
• Mismunandi rangar líkamsstöður og vöðvaójafnvægi.
• Hvernig vöðvaójafnvægi hefur áhrif á líkamsstöðu, eða var það öfugt?
• Hvernig æfingar búa til vöðvaójafnvægi.
• Hvernig vöðvaójafnvægi hefur áhrif á æfingar.
• Dæmi um algengar æfingar sem búa til vöðvaójafnvægi.
• Einföld leið til að aðlaga æfingar til að leiðrétta líkamsstöðu.
• Hin fjögur stig að læra æfingu og hlutverk þjálfarans í því.
• Áhrif þess að sitja í langan tíma (hugsið skólaganga og skrifstofuvinna).
• Hvað er besta stellingin til að sitja í?
• Samanburður á tækjaþjálfun og þjálfun í frjálsu hreyfisviði (lóð og dragvírar).
Leiðbeinandi er Haraldur Magnússon, osteópati B.Sc (hons) og kennari við IAK einkaþjálfaranám.

Þátttakendur skulu tilkynna komu sína í síma 420-5500 eða á [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024