Öfugþróun hafnarmála?
Hafnarmálin og fjárhagsleg staða Hafnarsamlags Suðurnesja hafa verið í brennidepli að undanförnu. Þorsteinn Árnason, sem er varamaður í bæjarstjórn Reykjanesbæjar (B) og formaður stjórnar HASS, fjallar hér að neðan um stöðu hafnarmála og kemur þar víða við.
Ólafur Thordersen fer mikinn í grein sinni í Bæjarmálablaðinu, blaði Samfylkingarinnar, og vitnar í þann ágæta mann Ragnar Halldórsson. Ólafi er vorkunn ef hann hefur ekki haldbetri rök fyrir sínum skrifum en R.H. Hann hefði ekki þurft að leita langt yfir skammt. Ágætir fyrrum samstarfsmenn mínir í hafnarstjórn, þeir Oddbergur Eiríksson og Guðfinnur Sigurvinsson flokksbræður Ólafs, hefðu getað uppfrætt hann um sögu hafnarinnar langt aftur í tímann.
Viðhaldi ekki sinnt vegna fjárskorts
Ég hef ekki hugsað mér að fara lengra aftur en til ársins ´89 þegar verið var að undirbúa yfirtöku bæjanna Keflavík og Njarðvík á Landshöfn Keflavík-Njarðvík, sem var þá í eigu ríkisins. Í bréfi dags. 23.10. 1989 segir á einum stað: „Meginrök fyrir skilmálumaf hendi sveitarfélaganna eru þau, að landshöfnin hafi veirð afskipt við ákvörðun um fjárveitingar til hafna síðustu ár. Þetta hafi valdið því að lágmarksviðhaldi hafi ekki verið sinnt vegna fjárskorts og því sé ástand hafnanna nú orðið slíkt, að yfirtaka sé óhugsandi nema til komi samningur um verulegar fjárveitingar á næstu árum til að vinna upp fjársveltið”. Þetta er úr bréfi sent 23.10. 1989, þáverandi samgönguráðherra Steingrími Sigfússyni, undirritað af Guðfinni Sigurvinssyni og Oddi Einarssyni þáverandi bæjarstjórum. Yfirtakan fór fram 31.12. 1989.
Sættum okkur við ástandið
Í afsalsbréfi stendur í 2. gr. „Framangreindum eignum er afsalað í núverandi ástandi, sem afsalshafi hefur rækilega kynnt sér með skoðun og sættir sig við í alla staði.”
Já, við verðum að sætta okkur við ástandið eins og það var um annað var ekki að ræða. Hafnarstjórnarmenn gátu ekki lengur horft á hafnarmannvirkin grotna niður og sitja hjá meðan aðrar hafnir voru í uppbyggingu.
Framkvæmdaáætlun lögð fyrir
Í framkvæmdaáætlun sem fylgdi í bréfi til Steingríms Sigfússonar samgönguráðherra var eftirfarandi:
Árið 1990:
Innsigling í Njarðvík, dýpkun hennar .……. 6,9 mkr.
Innsiglingarmerki í Njarðvík ……………… 2,6 “
Samtenging hafnanna í Kef.–Nvík með vegi 21,3 “
Viðgerð á keri hafnargarðsins í Keflavík …. 4,1 “
1. áfangi við grjótfyllingu í Keflavík ……... 41,5 “
76,4 mkr.
Árin 1991 – 1992:
2. áfangi við grjótfyllingu í Keflavík ……… 77,1 mkr.
Grjótgarður í Njarðvík lengdur um 60 m. …. 41,5 “
Smábátahöfn í Njarðvík 1. áfangi …………. 32,9 “
151,5 mkr.
Sjöstjarnan gjaldþrota
Eftir yfirtöku bæjanna hófst sú uppbygging sem staðið hefur sl. 11 ár og Ólafur telur hina örgustu „öfugþróun”. Þrátt fyrir að hafnarstjórn hafi í mörg ár reynt að fá styrkveitingar til viðhalds og endurbóta hafnarmannvirkja sá ríkið aldrei ástæðu til að verða við óskum heimamanna. Það voru því mörg mál sem biðu úrlausnar eftir yfirtöku.
Eitt af fyrstu málunum sem farið var í var tillaga frá Kristjáni Pálssyni, þá nýráðnum bæjarstjóra í Njarðvík, um að höfnin keypti húseignir Sjöstjörnunnar í Njarðvík. Ekki var það beint á óskalista hafnarinnar að kaupa húseignir, en vegna stöðu atvinnumála í Keflavík og Njarðvík þótti það verjandi. Húseignir Sjöstjörnunnar voru keyptar, hluti þeirra síðan leigður F.M.S. og frystihúsið sjálft selt Vogum h.f.
Hjá Vogum h.f. fengu tugir manns vinnu á sínum tíma, en vegna aðstæðna sem allir þekkja varð fyrirtækið gjaldþrota. Hafi þeir feðgar Garðar og Sigurður þó þökk fyrir að reyna. Kaupin á Sjöstjörnunni er kannski hægt að gagnrýna í dag, en ekki á þeim tíma sem þau voru gerð.
Grófin
Í nóvember 1990 gerði hafnarstjórn grein fyrir staðarvalsskýrslu um smábátahöfn. Staðarvalið stóð um smábátahöfn vestan við Skipasmíðastöð Njarðvíkur í Njarðvík eða í Gróf. Eftir kostnaðarúttekt af Hafnamálastofnun var ákveðið að gera smábátahöfn í Gróf. Framkvæmdir hófust í enda ársins 1991 og var lokið 1995. Höfnin var vígð 27.11.1992. Í dag getur enginn borið á móti því að höfnin er bæjarprýði og nauðsynleg. Var þetta öfugþróun Ólafur ?
Helguvík - iðnaðarhöfn.
Á fundi hafnarstjórnar í nóvember 1990 var hafnarstjóra falið að láta gerað gróflega kostnaðaráætlun og uppdrátt að viðlegukanti í Helguvík. Ennfremur var honum falið að kynna fyrir olíufélögunum þá aðstöðu sem í boði er í Helguvík og óska eftir viðræðum við þá. Eftir sveitarstjórnarkosningar 1994 var hafist handa um gerð viðlegukants, og var á sama tíma hafin bygging á húsi Loðnuflokkunarstöðvar, sem að stóðu framkvæmdamenn á Suðurnesjum. Ári seinna hóf S.R. mjöl h.f. byggingu bræðslu við viðlegukantinn.
Þessi fyrirtæki hafa haft góða starfsemi á svæðinu. Þó svo allar áætlanir hafi ekki staðist hefur þetta skilað dágóðum tekjum í hafnarsjóð og ennfremur til bæjarsjóðs í formi útsvars og fasteignaskatta. Malbikunar og steypustöð hefur risið við höfnina og núna nýlega sementssíló. Talsverðar tekjur eru af vöru- og hafnargjöldum vegna þessara fyrirtækja. Ekki held ég að það sé spurning um hvort, heldur hvenær allt flugvélaeldsneytið fari um höfnina í Helguvík. Ennþá eru áætlanir um Magnesíumverksmiðju uppi á borðinu og verður þá Helguvík aðal upp- og útskipunarhöfn.
Hafnargarðurinn í Keflavík
Í lok september 1995 skemmdist hafnargarðurinn í Keflavík í miklu óveðri. Það kom ekki þeim sem til þekktu verulega á óvart, því vitað var að það þyrfti að styrkja hann með grjótvörn. Á óskalista hafnarstjórnar um framkvæmdir var árið 1982 fyrst farið fram á styrkveitingu fyrir grjótvörn og síðan á hverju ári eftir það, en það var ekki fyrr en rétt áður skaðinn var skeður að styrkveiting fékkst. Það var vel að þvi verki staðið og hefur þetta gert höfnina í Keflavík að mjög góðri höfn, en Keflavíkurhöfn er með dýpstu höfnum landsins. Til þess að koma öllu því stórgrýti sem þurfti við gerð brimvarnargarðsins varð að fylla upp og gera veg neðan Hafnargötu og inn á Básveg á kostnað hafnarinnar. Hafnarstjórn hefur áður staðið í vegaframkvæmdum, því árið 1990 – 91 var gerður tengivegur milli hafnanna í Keflavík og Njarðvík.
Hafnasamlag Suðurnesja
Hafnasamlag með Vatnsleysustrandarhreppi og Gerðahreppi var stofnað 20. janúar 1997.
Áætlanir voru gerðar um framkvæmdir á fyrrnefndum stöðum ef af sameiningu yrði. Strax eftir sameiningu var ráðist í framkvæmdir í Vogum, sem er að mestu lokið og er mikil prýði fyrir Vogamenn.
Í Garði er búið að efna lítinn hluta þess, sem átti að gera. Ekki er fullljóst hvert framhaldið verður, þar sem Vogar hafa sagt sig úr hafnasamlaginu, enda er þeirra tilgangi náð, sem þeir hefðu annars ekki fengið.
Eftirtalin tafla sýnir helstu framkvæmdir:
Samtals í þúsundum krróna:
Tengibraut milli hafnanna í Keflavík og Njarðvík 44,1
Dýpkun í Njarðvíkurhöfn 23,2
Smábátahöfnin í Gróf 142,3
150 m viðlegukantur Helguvík 178,4
Grjótvarnargarður í Keflavík 67,3
Strandvegur v/ grjótvörn Keflavík 10,7
Tjónakostnaður aðalhafnargarðs í Keflavík 18,9
Keflavík/Þekja, ljósamastur, vatns- og rafm.lagnir 17,4
Lýsing, lagnir þekja í Helguvík 52,8
Grjótgarður Vogum 32,5
Malbik, þekja/ljós Vogum 6,8
Grjótvörn Garði 14,9
Ónnur verk, vegir og framkvæmdir 47,8
Samtals: 657,1
- Ríkisframlag v/ framkvæmda -263,9
Fjárfesting án rikisframlags samtals: 393,2
Slæm fjárhagsstaða HASS
Ég dreg engan dul á að fjárhagsleg staða hafnarinnar er erfið í dag. Það er ekki alltaf sem allar áætlanir standast á tíma, en það er ekkert sem bendir til annars en uppbygging hafnanna og endurbætur eigi eftir að skila sér í ríkum mæli til hagsbóta fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar um langa framtíð.
Að lokum vil ég vitna orðrétt í niðurlag greinar Óla Thordersen: „Ég sem bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og félagar mínir í Samfylkingunni munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að snúa við þessari öfugþróun og að hafin veðri myndarleg endurreisn hafnarmála hér á Suðurnesjum.“
Ekki öfugþróun
Eitthvað hefur skort á að þú hafir fylgst með eða hvað Óli minn? Átti kannski að standa „niðurrif” í stað endurreisn? Ég held að öllum sé ljóst að þær framkvæmdir sem að framan eru taldar séu gerðar af mikilli framsýni, en ekki „öfugþróun” eins og Ólafur heldur fram í grein sinni.
Menn geta velt því fyrir sér hverning útlitið væri hefðu Samfylkingarmenn ráði hér málum. Hafnargarðurinn í Keflavík væri horfinn og sennilega allar bryggjurnar líka. Enginn viðlegukantur í Helguvík, engin aðstaða til uppbyggingar hafnsækins iðnaðar, enging smábátahöfn í Gróf = hafnlaus sjávarbær.
Þorsteinn Árnason, formaður stjórnar Hafnasamlags Suðurnesja
Ólafur Thordersen fer mikinn í grein sinni í Bæjarmálablaðinu, blaði Samfylkingarinnar, og vitnar í þann ágæta mann Ragnar Halldórsson. Ólafi er vorkunn ef hann hefur ekki haldbetri rök fyrir sínum skrifum en R.H. Hann hefði ekki þurft að leita langt yfir skammt. Ágætir fyrrum samstarfsmenn mínir í hafnarstjórn, þeir Oddbergur Eiríksson og Guðfinnur Sigurvinsson flokksbræður Ólafs, hefðu getað uppfrætt hann um sögu hafnarinnar langt aftur í tímann.
Viðhaldi ekki sinnt vegna fjárskorts
Ég hef ekki hugsað mér að fara lengra aftur en til ársins ´89 þegar verið var að undirbúa yfirtöku bæjanna Keflavík og Njarðvík á Landshöfn Keflavík-Njarðvík, sem var þá í eigu ríkisins. Í bréfi dags. 23.10. 1989 segir á einum stað: „Meginrök fyrir skilmálumaf hendi sveitarfélaganna eru þau, að landshöfnin hafi veirð afskipt við ákvörðun um fjárveitingar til hafna síðustu ár. Þetta hafi valdið því að lágmarksviðhaldi hafi ekki verið sinnt vegna fjárskorts og því sé ástand hafnanna nú orðið slíkt, að yfirtaka sé óhugsandi nema til komi samningur um verulegar fjárveitingar á næstu árum til að vinna upp fjársveltið”. Þetta er úr bréfi sent 23.10. 1989, þáverandi samgönguráðherra Steingrími Sigfússyni, undirritað af Guðfinni Sigurvinssyni og Oddi Einarssyni þáverandi bæjarstjórum. Yfirtakan fór fram 31.12. 1989.
Sættum okkur við ástandið
Í afsalsbréfi stendur í 2. gr. „Framangreindum eignum er afsalað í núverandi ástandi, sem afsalshafi hefur rækilega kynnt sér með skoðun og sættir sig við í alla staði.”
Já, við verðum að sætta okkur við ástandið eins og það var um annað var ekki að ræða. Hafnarstjórnarmenn gátu ekki lengur horft á hafnarmannvirkin grotna niður og sitja hjá meðan aðrar hafnir voru í uppbyggingu.
Framkvæmdaáætlun lögð fyrir
Í framkvæmdaáætlun sem fylgdi í bréfi til Steingríms Sigfússonar samgönguráðherra var eftirfarandi:
Árið 1990:
Innsigling í Njarðvík, dýpkun hennar .……. 6,9 mkr.
Innsiglingarmerki í Njarðvík ……………… 2,6 “
Samtenging hafnanna í Kef.–Nvík með vegi 21,3 “
Viðgerð á keri hafnargarðsins í Keflavík …. 4,1 “
1. áfangi við grjótfyllingu í Keflavík ……... 41,5 “
76,4 mkr.
Árin 1991 – 1992:
2. áfangi við grjótfyllingu í Keflavík ……… 77,1 mkr.
Grjótgarður í Njarðvík lengdur um 60 m. …. 41,5 “
Smábátahöfn í Njarðvík 1. áfangi …………. 32,9 “
151,5 mkr.
Sjöstjarnan gjaldþrota
Eftir yfirtöku bæjanna hófst sú uppbygging sem staðið hefur sl. 11 ár og Ólafur telur hina örgustu „öfugþróun”. Þrátt fyrir að hafnarstjórn hafi í mörg ár reynt að fá styrkveitingar til viðhalds og endurbóta hafnarmannvirkja sá ríkið aldrei ástæðu til að verða við óskum heimamanna. Það voru því mörg mál sem biðu úrlausnar eftir yfirtöku.
Eitt af fyrstu málunum sem farið var í var tillaga frá Kristjáni Pálssyni, þá nýráðnum bæjarstjóra í Njarðvík, um að höfnin keypti húseignir Sjöstjörnunnar í Njarðvík. Ekki var það beint á óskalista hafnarinnar að kaupa húseignir, en vegna stöðu atvinnumála í Keflavík og Njarðvík þótti það verjandi. Húseignir Sjöstjörnunnar voru keyptar, hluti þeirra síðan leigður F.M.S. og frystihúsið sjálft selt Vogum h.f.
Hjá Vogum h.f. fengu tugir manns vinnu á sínum tíma, en vegna aðstæðna sem allir þekkja varð fyrirtækið gjaldþrota. Hafi þeir feðgar Garðar og Sigurður þó þökk fyrir að reyna. Kaupin á Sjöstjörnunni er kannski hægt að gagnrýna í dag, en ekki á þeim tíma sem þau voru gerð.
Grófin
Í nóvember 1990 gerði hafnarstjórn grein fyrir staðarvalsskýrslu um smábátahöfn. Staðarvalið stóð um smábátahöfn vestan við Skipasmíðastöð Njarðvíkur í Njarðvík eða í Gróf. Eftir kostnaðarúttekt af Hafnamálastofnun var ákveðið að gera smábátahöfn í Gróf. Framkvæmdir hófust í enda ársins 1991 og var lokið 1995. Höfnin var vígð 27.11.1992. Í dag getur enginn borið á móti því að höfnin er bæjarprýði og nauðsynleg. Var þetta öfugþróun Ólafur ?
Helguvík - iðnaðarhöfn.
Á fundi hafnarstjórnar í nóvember 1990 var hafnarstjóra falið að láta gerað gróflega kostnaðaráætlun og uppdrátt að viðlegukanti í Helguvík. Ennfremur var honum falið að kynna fyrir olíufélögunum þá aðstöðu sem í boði er í Helguvík og óska eftir viðræðum við þá. Eftir sveitarstjórnarkosningar 1994 var hafist handa um gerð viðlegukants, og var á sama tíma hafin bygging á húsi Loðnuflokkunarstöðvar, sem að stóðu framkvæmdamenn á Suðurnesjum. Ári seinna hóf S.R. mjöl h.f. byggingu bræðslu við viðlegukantinn.
Þessi fyrirtæki hafa haft góða starfsemi á svæðinu. Þó svo allar áætlanir hafi ekki staðist hefur þetta skilað dágóðum tekjum í hafnarsjóð og ennfremur til bæjarsjóðs í formi útsvars og fasteignaskatta. Malbikunar og steypustöð hefur risið við höfnina og núna nýlega sementssíló. Talsverðar tekjur eru af vöru- og hafnargjöldum vegna þessara fyrirtækja. Ekki held ég að það sé spurning um hvort, heldur hvenær allt flugvélaeldsneytið fari um höfnina í Helguvík. Ennþá eru áætlanir um Magnesíumverksmiðju uppi á borðinu og verður þá Helguvík aðal upp- og útskipunarhöfn.
Hafnargarðurinn í Keflavík
Í lok september 1995 skemmdist hafnargarðurinn í Keflavík í miklu óveðri. Það kom ekki þeim sem til þekktu verulega á óvart, því vitað var að það þyrfti að styrkja hann með grjótvörn. Á óskalista hafnarstjórnar um framkvæmdir var árið 1982 fyrst farið fram á styrkveitingu fyrir grjótvörn og síðan á hverju ári eftir það, en það var ekki fyrr en rétt áður skaðinn var skeður að styrkveiting fékkst. Það var vel að þvi verki staðið og hefur þetta gert höfnina í Keflavík að mjög góðri höfn, en Keflavíkurhöfn er með dýpstu höfnum landsins. Til þess að koma öllu því stórgrýti sem þurfti við gerð brimvarnargarðsins varð að fylla upp og gera veg neðan Hafnargötu og inn á Básveg á kostnað hafnarinnar. Hafnarstjórn hefur áður staðið í vegaframkvæmdum, því árið 1990 – 91 var gerður tengivegur milli hafnanna í Keflavík og Njarðvík.
Hafnasamlag Suðurnesja
Hafnasamlag með Vatnsleysustrandarhreppi og Gerðahreppi var stofnað 20. janúar 1997.
Áætlanir voru gerðar um framkvæmdir á fyrrnefndum stöðum ef af sameiningu yrði. Strax eftir sameiningu var ráðist í framkvæmdir í Vogum, sem er að mestu lokið og er mikil prýði fyrir Vogamenn.
Í Garði er búið að efna lítinn hluta þess, sem átti að gera. Ekki er fullljóst hvert framhaldið verður, þar sem Vogar hafa sagt sig úr hafnasamlaginu, enda er þeirra tilgangi náð, sem þeir hefðu annars ekki fengið.
Eftirtalin tafla sýnir helstu framkvæmdir:
Samtals í þúsundum krróna:
Tengibraut milli hafnanna í Keflavík og Njarðvík 44,1
Dýpkun í Njarðvíkurhöfn 23,2
Smábátahöfnin í Gróf 142,3
150 m viðlegukantur Helguvík 178,4
Grjótvarnargarður í Keflavík 67,3
Strandvegur v/ grjótvörn Keflavík 10,7
Tjónakostnaður aðalhafnargarðs í Keflavík 18,9
Keflavík/Þekja, ljósamastur, vatns- og rafm.lagnir 17,4
Lýsing, lagnir þekja í Helguvík 52,8
Grjótgarður Vogum 32,5
Malbik, þekja/ljós Vogum 6,8
Grjótvörn Garði 14,9
Ónnur verk, vegir og framkvæmdir 47,8
Samtals: 657,1
- Ríkisframlag v/ framkvæmda -263,9
Fjárfesting án rikisframlags samtals: 393,2
Slæm fjárhagsstaða HASS
Ég dreg engan dul á að fjárhagsleg staða hafnarinnar er erfið í dag. Það er ekki alltaf sem allar áætlanir standast á tíma, en það er ekkert sem bendir til annars en uppbygging hafnanna og endurbætur eigi eftir að skila sér í ríkum mæli til hagsbóta fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar um langa framtíð.
Að lokum vil ég vitna orðrétt í niðurlag greinar Óla Thordersen: „Ég sem bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og félagar mínir í Samfylkingunni munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að snúa við þessari öfugþróun og að hafin veðri myndarleg endurreisn hafnarmála hér á Suðurnesjum.“
Ekki öfugþróun
Eitthvað hefur skort á að þú hafir fylgst með eða hvað Óli minn? Átti kannski að standa „niðurrif” í stað endurreisn? Ég held að öllum sé ljóst að þær framkvæmdir sem að framan eru taldar séu gerðar af mikilli framsýni, en ekki „öfugþróun” eins og Ólafur heldur fram í grein sinni.
Menn geta velt því fyrir sér hverning útlitið væri hefðu Samfylkingarmenn ráði hér málum. Hafnargarðurinn í Keflavík væri horfinn og sennilega allar bryggjurnar líka. Enginn viðlegukantur í Helguvík, engin aðstaða til uppbyggingar hafnsækins iðnaðar, enging smábátahöfn í Gróf = hafnlaus sjávarbær.
Þorsteinn Árnason, formaður stjórnar Hafnasamlags Suðurnesja